Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Á grundvell rannsókna á hollri hreyfingu ráðleggja heilbrigðisyfirvöld fullorðnu fólki að stunda líkamlega hreyfingu í hálfa til eina klukkustund daglega.
Fjárhagserfiðleikar

Fjárhagsáhyggjur eru algengar og ófáir íslendingar upplifa nú mikla streitu vegna erfiðleika í fjármálum. Fjárhagsáhyggjur og erfiðleikar á þessu sviði geta leitt til mikils óöryggis, kvíða, reiði og þunglyndis. 

Þegar þú finnur að svo mikla streitu gagnvart fjármálunum er ástæða til að leita aðstoðar fagfólks sem getur hjálpað þér að draga úr áhrifum streitunnar því þegar fjárhagsleg streita er mikil eru líkur á að:

  • Fólk taki óskynsamlegar ákvarðanir í fjármálum
  • Streitan hafi veruleg neikvæð áhrif á hjónabönd/ástarsambönd
  • Streitan hafi veruleg neikvæð áhrif á fjölskyldulífið almennt
  • Afleiðingar streitunnar hafi veruleg neikvæð áhrif á dagleg störf

Heilsustöðin veitir ráðgjöf og meðferð í aðstæðum sem þessum sem byggir á:

  • Sálfræðilegri meðferð við þunglyndi, kvíða, streitu o.s.frv. eftir því sem við á
  • Þjálfun í lausnamiðaðri hugsun
  • Slökunarþjálfun
  • Fjármálaráðgjöf