Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Flestir þeir sem þjást af þunglyndi fá ekki viðeigandi meðferð, annað hvort vegna þess að þeir leita sér ekki hjálpar eða vegna þess að vandamálið er ekki meðhöndlað með réttum hætti af þeim sem leitað er til.
Sorg og missir

Flest okkar upplifum við sorg einhvertíma á lífsleiðinni. Við syrgjum þegar ástvinir deyja eða hverfa úr lífi okkar. Sorgin getur einnig komið fram við aðstæður af öðru tagi eins og til dæmis þegar heilsunni hrakar eða við fötlun. Það ferli sem hér um ræðir, og við köllum sorg, er í flestum tilfellum eðlilegt. Hins vegar gerist það stundum að sorgarviðbrögð verða meiri en eðlilegt er þannig að viðkomandi einstaklingur verður útkeyrður, á erfitt með að sinna daglegum störfum og nær ekki að vinna sig til sáttar í sorgarferlinu. Í slíkum tilfellum er ráðlagt að leita aðstoðar fagfólks.