Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Streita, kvíði og þunglyndi veikir ónæmiskerfið. Mikil streita, kvíði og þunglyndi eykur því t.d. líkur á því að kvefast.
Líkamleg veikindi

Stór hluti þeirra sem þjást af langvarandi líkamlegum veikindum, eins og t.d. krabbameini, sykursýki, háum blóðþrýstingi, astma eða alnæmi, þjást einnig af þunglyndi. Niðurstöður rannsókna benda til þess að allt að 30% þeirra sem eru líkamlega veikir upplifi þunglyndi. Þeir einstaklingar sem þjást af þunglyndi upplifa meiri streitu, og meiri veikindi en þeir sem ekki þjást af þunglyndi. Þunglyndi getur haft alvarleg áhrif á einstaklinginn eins og t.d. valdið minni áhuga á að fara eftir ráðum heilbrigðisstétta eða taka inn nauðsynleg lyf. Niðurstöður rannsókna sýna að þeir sem þjást af þunglyndi eru þrisvar sinnum líklegri til að fara ekki eftir ráðum og fyrirmælum heilbrigðisstarfsfólks heldur en þeir sem ekki þjást af þunglyndi. 

Heilsustöðin veitir þeim sem þjást af líkamlegum veikindum hugræna atferlismeðferð þar sem sérstök áhersla er lögð á:

  • Betri aðlögun að líkamlegum veikindum og erfiðum aðstæðum
  • Slökun og öndunaræfingar til að lágmarka sjúkdómseinkenni og aukaverkanir
  • Að kenna aðferðir til að minnka neikvæða hugsun
  • Að kenna lausnamiðaðar aðferðir
  • Bæta sjálfsumhirðu
  • Minnka þunglyndi
  • Auka lífsgæði