Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Megin markmiðið næringarráðgjafar er að kenna fólki að veita líkamanum þau næringarefni sem hann þarfnast og stuðla þannig að heilbrigði. Einnig er markmiðið að veita næga orku til viðbótarhreyfingar sem veitir andlega og líkamlega vellíðan.
Eyrnasuð (tinnitus)

Eyrnasuð (tinnitus) kallast það þegar fólk upplifir hljóð eða hávaða sem virðist koma frá eyranu sjálfu eða úr höfðinu án þess að um utanaðkomandi hljóðáreiti sé að ræða. Þeir sem þjást af eyrnasuði lýsa hljóðinu ýmist sem flauti, suði eða són.

Fólk upplifir hljóðið ýmist í öðru eða báðum eyrum, í miðju höfðinu, eða á erfitt með að segja til um hvaðan því finnst hljóðið koma. Hljóðið getur verið hátíðnihljóð, lágtíðnihljóð eða einhversstaðar þar á milli. Eyrnasuðið getur upplifast sem eitt hljóð eða eins og samsett úr fleiri en einu hljóði. Einnig er breytilegt hvort hljóðið er stöðugt og langvarandi eða kemur og fer.

Á Heilsustöðinni er veitt hugræna atferlismeðferð við eyrnasuði. Meðferðin er gagnreynd og sýna niðurstöður rannsókna að hún er árangursrík við meðhöndlun á eyrnasuði.