Eyrnasuð (tinnitus) |
Fólk upplifir hljóðið ýmist í öðru eða báðum eyrum, í miðju höfðinu, eða á erfitt með að segja til um hvaðan því finnst hljóðið koma. Hljóðið getur verið hátíðnihljóð, lágtíðnihljóð eða einhversstaðar þar á milli. Eyrnasuðið getur upplifast sem eitt hljóð eða eins og samsett úr fleiri en einu hljóði. Einnig er breytilegt hvort hljóðið er stöðugt og langvarandi eða kemur og fer. Á Heilsustöðinni er veitt hugræna atferlismeðferð við eyrnasuði. Meðferðin er gagnreynd og sýna niðurstöður rannsókna að hún er árangursrík við meðhöndlun á eyrnasuði.
|