Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Reglubundin hreyfing bætir líðan og lífsgæði. Hreyfing liðkar og styrkir líkamann, eykur úthald og leiðir til framleiðslu vellíðunarhormónsins endorphine
Mígreni

Mígreni einkennist af höfuðverkjaköstum þar sem verkur kemur oft fram öðru megin í höfðinu ásamt þungum æðaslætti. Algengt er að höfuðverknum fylgi ógleði og uppköst. Mígreniköst tengjast örvun ósjálfráða taugakerfisins sem stjórnar svokölluðu "fight or flight" viðbragði. Virkjun ósjálfráða taugakerfisins hægir á losun fæðu úr maga í smáþarma og dregur úr blóðflæði til húðar. Aukin virkni ósjálfráða taugakerfisins getur einnig leitt til sjóntruflana, ljósnæmi, ógleði, uppkasta og niðurgangs, sem einnig eru þekkt einkenni mígrenis.

Meðferð við mígreni á Heilsustöðinni kallast hitalífendursvörun en byrjað var að nota slíka aðferð sem meðferð við mígreni fyrir um 30 árum síðan. Með hátæknibúnaði er yfirborðshiti húðar mældur og raunmælingu varpað á tölvuskjá sem sjúklingurinn horfir á. Honum er svo kennt með einföldum aðferðum að auka hitastigið í húðinni. Þessi aðferð sem meðferð við mígreni hefur nú verið rannsökuð í áratugi og er nokkuð sýnt að meðferðin er árangursrík við að draga úr styrk og tíðni kasta.