Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Á grundvell rannsókna á hollri hreyfingu ráðleggja heilbrigðisyfirvöld fullorðnu fólki að stunda líkamlega hreyfingu í hálfa til eina klukkustund daglega.
Spennuhöfuðverkur

Spennuhöfuðverkur er ein algengasta tegund höfuðverkjar. Langvarandi spennuhöfuðverkur orsakast af of mikilli vöðvaspennu í hálsi, hnakka eða kjálka. Mikilvægir orsakaþættir eru einnig streita og líkamsstaða. Spennuhöfuðverkur er venjulega stöðugur og er ýmist um allt höfuðið, í hnakka, í enni eða eins og band eða þrýstingur umhverfis höfuðið.

Meðal árangursríkra meðferða er streitustjórnun, lífendursvörun, ráðgjöf um mataræði og sjúkraþjálfun.

Heilsustöðin býður upp á meðferð við spennuhöfuðverk sem byggir á nokkrum mismunandi þáttum og er ávallt nauðsynlegt að laga meðferð að hverjum og einum einstaklingi. Meðal aðferða Heilsustöðvarinnar í meðferð við spennuhöfuðverk eru:

  • Streitustjórnun
  • Meðferð við kvíða ef við á
  • Slökunarþjálfun
  • Lífendursvörun
  • Ráðgjöf með mataræði