Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Sálfræðilegur stuðningur og meðferð getur hjálpað sjúklingum, fjölskyldu og ástvinum að aðlagast lífi með alvarlegum sjúkdómum.
Spennuhöfuðverkur

Spennuhöfuðverkur er ein algengasta tegund höfuðverkjar. Langvarandi spennuhöfuðverkur orsakast af of mikilli vöðvaspennu í hálsi, hnakka eða kjálka. Mikilvægir orsakaþættir eru einnig streita og líkamsstaða. Spennuhöfuðverkur er venjulega stöðugur og er ýmist um allt höfuðið, í hnakka, í enni eða eins og band eða þrýstingur umhverfis höfuðið.

Meðal árangursríkra meðferða er streitustjórnun, lífendursvörun, ráðgjöf um mataræði og sjúkraþjálfun.

Heilsustöðin býður upp á meðferð við spennuhöfuðverk sem byggir á nokkrum mismunandi þáttum og er ávallt nauðsynlegt að laga meðferð að hverjum og einum einstaklingi. Meðal aðferða Heilsustöðvarinnar í meðferð við spennuhöfuðverk eru:

  • Streitustjórnun
  • Meðferð við kvíða ef við á
  • Slökunarþjálfun
  • Lífendursvörun
  • Ráðgjöf með mataræði