Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mörg verkalýðsfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja meðferð hjá sálfræðingi.
Langvarandi verkir

Þótt verkir séu yfirleitt tímabundnir þá þjást sumir af verkjum í lengri tíma. Langvarandi verkir geta haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér eins og til dæmis:

  • Fólk verður háð verkjalyfjum
  • Tilfinningaleg vanlíðan
  • Geta til vinnu skerðist
  • Geta til að sinna áhugamálum skerðist
  • Félagsleg einangrun
  • Þunglyndi
Heilsustöðin býður upp á hugræna atferlismeðferð sem miðar að því að auka lífsgæði og lina langvarandi verki. Meðferðin er gagnreynd og hefur samkvæmt niðurstöðum rannsókna borið árangur hvað það varðar að bæta verkjastjórnun og auka lífsgæði hjá þeim sem þjást af langvarandi verkjum.