Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Sálfræðilegur stuðningur og meðferð getur hjálpað sjúklingum, fjölskyldu og ástvinum að aðlagast lífi með alvarlegum sjúkdómum.
Vöðvabólga

Vöðvabólga einkennist af verkjum í vöðvum. Þeir sem þjást af vöðvabólgu finna gjarnan fyrir stífni í vöðvum og þreytuverkjum. Algengast er að vöðvabólga leggist á herðar og háls en getur einnig komið fram í öðrum vöðvum líkamans.

Orsakir vöðvabólgu eru margvíslegar eins og til dæmis ofnotkun vöðva og vöðvahópa, slys og áverkar og ýmsir sjúkdómar og sýkingar. Í flestum tilfellum er streita og tilfinningalegt álag orsakaþáttur að einhverju leyti, oft sem megin orsök vöðvabólgunnar.