Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Sálfræðilegur stuðningur og meðferð getur hjálpað sjúklingum, fjölskyldu og ástvinum að aðlagast lífi með alvarlegum sjúkdómum.
Samskiptavandamál

Við myndum samband við fólk í kringum okkur af ýmsu tagi eins og ástarsamband, faglegt samband á vinnustað, og samband við vini og ættingja. Það er fátt sem veldur meiri vandamálum í samböndum manna eins og samskiptaerfiðleikar. Samskiptaerfiðleikar eru meðal algengustu vandamála sem fólk leitar aðstoðar með hjá Heilsustöðinni. Þegar leitað er til Heilsustöðvarinnar með slík vandamál leggjum við áherslu á að kenna nýjar leiðir til þess að eiga samskipti á áhrifaríkan og viðeigandi hátt, byggja upp sjálfstraust og auka skilning á mikilvægi góðra og áhrifaríkra samskipta þegar kemur að því að þroskast og dafna sem einstaklingur. Góð samskiptafærni er grunnur að því að mynda heilbrigð og góð sambönd við annað fólk.