Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Á grundvell rannsókna á hollri hreyfingu ráðleggja heilbrigðisyfirvöld fullorðnu fólki að stunda líkamlega hreyfingu í hálfa til eina klukkustund daglega.
Svefnleysi
Hvað er svefnleysi?

Svefnleysi einkennist af eftirfarandi:

  • Erfiðleikar með að sofna
  • Rofinn svefn og erfiðleikar með að sofna aftur
  • Vakna of snemma að morgni eða
  • Óendurnærandi svefn.

Svefnleysi er ekki aðeins næturvandamál því svefnleysi hefur gjarnan afgerandi neikvæð áhrif á daglegt líf. Svefnleysi hefur neikvæð áhrif á einbeitingu, lunderni, starfsorku o.s.frv. Meira en þriðjungur fullorðinna þjáist af svefnleysi einhverntíma á lífsleiðinni.

HAM-S er árangursríkasta meðferðin við svefnleysi?

Niðurstöður rannsókna á árangri hugrænnar atferlismeðferðar við svefnleysi (HAM-S) hafa margítrekað sýnt að meðferðin er árangursríkasta meðferðin við langvarandi svefnleysi, mun árangursríkari en svefnlyf. Að meðaltali bætir hugræn atferlismeðferð svefn hjá um 80-90% af þeim sem ganga í gegnum slíka meðferð og um helmingur þeirra sem nota svefnlyf nær að hætta að taka lyfin. Mikill kostur hugrænnar atferlismeðferðar við svefnleysi er að sá meðferðin hefur engar aukaverkanir og fólk lærir aðferðir sem nýtast til að viðhalda betri svefni til framtíðar. Ólíkt hugrænni atferlismeðferð valda svefnlyf lítilli eða miðlungs bætingu á svefni og oft fylgja svefnlyfjatöku óþægilegar aukaverkanir, sérstaklega hjá fólki sem er 60 ára eða eldra. Meðal aukaverkana eru minnisleysi, róandi áhrif að degi til, lyfjafíkn, og aukin dánartíðni þegar um reglulega langtímanotkun svefnlyfja er að ræða.

Val um einstaklingsmeðferð eða hópmeðferð
  • HAM-S hópmeðferð: 5 vikna meðferð/námskeið í 7-10 manna hópi og í kjölfarið fylgir 2 vikna eftirfylgd í gegnum tölvupóst. Hugræn atferlismeðferð við svefnleysi í hópi hentar flestrum fullorðnum sem þjást af svefnleysi. Þrátt fyrir að um hópmeðferð sé að ræða fær þátttakendur ráðleggingar sem miða að þörfum og aðstæðum hvers og eins.
  • HAM-S einstaklingsmeðferð: Einstaklingsmeðferð við svefnleysi er 5-8 vikna meðferð þar sem skjólstæðingur mætir vikulega í einstaklingsviðtal til sálfræðings. Fjöldi viðtala ræðast af eðli svefnleysisins og þörfum hvers og eins. Einstaklingsmeðferð hentar flestum fullorðnum sem þjást af svefnleysi.