Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Streita, kvíði og þunglyndi veikir ónæmiskerfið. Mikil streita, kvíði og þunglyndi eykur því t.d. líkur á því að kvefast.
Hárreytiæði

Hárreytiæði (trichotillomania) er geðröskun sem einkennist af því að fólk reytir hár af líkama sínum. Þeir sem þjást af þessari geðröskun finna venjulega fyrir aukinni spennu rétt áður en þeir reyta hár af líkama sínum eða þegar þeir reyna að halda aftur af sér og reyta ekki hár. Þegar hár er reytt upplifa þeir venjulega ánægju eða fullnægju í kjölfarið.

Eftirfarandi eru algengustu staðir á líkamanum sem hár eru reytt af:

  • Hársvörður
  • Augnbrúnir
  • Augnhár
  • Skegg
  • Skapahár

Heilsustöðin býður upp á sálfræðilega meðferð við hárreytiæði. Meðferðin er gagnreynd og sýna rannsóknir að hún er árangursrík við að draga úr hárreytiæði.