Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Hollt mataræði felur í sér fjölbreytt fæðuval, reglubundnar máltíðir, hæfilegar skammtastærðir og almenna hófsemi
Streita

Streita er óumflýjanlegur þáttur daglegs lífs. Streita er í raun hver og ein einasta breyting í lífinu sem þú þarft að aðlagast. Bæði jákvæðar og neikvæðar breytingar valda streitu, t.d. að upplifa lífshættu, verða ástfanginn eða ná árangri sem þú hefur lengi stefnt að. Í hinu daglega lífi upplifir þú stöðugt breytingar, stórar og smáar, sem þú þarft að aðlagast og valda því streitu í meira eða minna mæli. Ekki er öll streita neikvæð. Streita er ekki aðeins eftirsóknarverð í ákveðnu mæli heldur er hún einn grundvallar þáttur lífsins. Streita í of miklu mæli hefur hins vegar neikvæðar afleiðingar á heilsuna og lífið almennt.

Sálfræðingar Heilsustöðvarinnar veita mat og meðferð við streitu. Mat er lagt á hverjir helstu streituvaldar eru í lífi skjólstæðings. Meðferð byggir svo á að kenna skjólstæðingi áhrifaríkar aðferðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum streitu á líf hans. Þær aðferðir sem kenndar eru skiptast í megin dráttum í tvennt. Annars vegar er um að ræða slökunaraðferðir og hins vegar hugrænar og atferlislegar aðferðir sem minnka neikvæð áhrif streitu á lífið og gera skjólstæðinginn betur í stakk búinn til að takast á við streitu með heilbrigðum og áhrifaríkum hætti.