Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Reglubundin hreyfing bætir líðan og lífsgæði. Hreyfing liðkar og styrkir líkamann, eykur úthald og leiðir til framleiðslu vellíðunarhormónsins endorphine
Þunglyndi

Flest okkar finnum við fyrir tilfinningum eins og leiða, depurð, vonbrigði o.s.frv. í einhverju mæli í lífi okkar. Upplifun tilfinninga sem þessara í litlu mæli telst eðlileg og tilfinningar af þessu tagi teljast einnig til eðlilegra viðbragða við erfiðum atburðum í lífinu. Þegar einkenni þunglyndis eru tíðari og meiri, getur verið um þunglyndi að ræða. Þegar um klínískt þunglyndi er að ræða gengur fólki almennt illa að takast á við vandamálið án hjálpar. Þunglyndi hefur neikvæð áhrif á vinnuna, sambönd og jafnvel grunnþarfir okkar eins og matarlyst og svefn. Í alvarlegustu tilvikunum íhugar fólk að taka sitt eigið líf.

Einkenni þunglyndis eru margvísleg og einstaklingsbundið er hvaða einkenni koma fram hjá hverjum og einum. Helstu einkenni eru:

 • Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 • Tárast títt og auðveldlega
 • Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 • Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 • Svefntruflanir og sofið mikið
 • Minnkuð eða aukin matarlyst
 • Vanmáttarkennd og sektarkennd
 • Þreyta eða slen
 • Kvíði eða pirringur
 • Hæg hugsun
 • Minni áhugi á kynlífi
 • Ofurviðkvæmni
 • Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 • Miklar líkamlegar umkvartanir
 • Sjálfsvígshugsanir
Sálfræðingar Heilsustöðvarinnar veita hugræna atferlismeðferð við þunglyndi. Meðferðin er gagnreynd og hefur samkvæmt rannsóknum reynst árangursrík við að draga úr þunglyndi.