Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Streita, kvíði og þunglyndi veikir ónæmiskerfið. Mikil streita, kvíði og þunglyndi eykur því t.d. líkur á því að kvefast.
Félagskvíði og feimni
„Ég kvíði fyrir að fara á staði þar sem ég þarf að tala við fólk. Áður en ég fer hugsa ég að ég eigi eftir að segja eitthvað heimskulegt og að fólki muni finnast ég heimskur. Mér finnst allir aðrir höndla félagslegar aðstæður betur en ég, það hlýtur að vera eitthvað að mér."
„Ég höndla það ekki þegar ég þarf að tala á fundum. Þá finn ég fyrir skjálfta í höndum, ég roðna og röddin verður óstöðug og skjálfandi. Mér líður eins og allir sjái hvað ég er óöruggur og hugsa að fólki hljóti að finnast ég óhæfur.”

Þetta eru hugsanir tveggja einstaklinga sem þjást af feimni og félagskvíða. Vandamál af þessu tagi eru algeng en þeir sem eiga í erfiðleikum af þessu tagi ræða gjarnan ekki um þá við aðra. Fólk sem þjáist af félagskvíða hefur oft miklar áhyggjur af því að aðrir hafi neikvæðar skoðanir á því og hugsi að það sé verra en aðrir. Þetta gerir það að verkum að félagslegar aðstæður verða mjög erfiðar og kvíðavekjandi.

Sálfræðingar Heilsustöðvarinnar veita hugræna atferlismeðferð við feimni og félagskvíða. Meðferðin er gagnreynd og hefur samkvæmt rannsóknum reynst vel við að meðhöndla kvíða og feimni við félagslegar aðstæður.