Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Megin markmiðið næringarráðgjafar er að kenna fólki að veita líkamanum þau næringarefni sem hann þarfnast og stuðla þannig að heilbrigði. Einnig er markmiðið að veita næga orku til viðbótarhreyfingar sem veitir andlega og líkamlega vellíðan.
Kvíði og áhyggjur

Kvíði og áhyggjur eru eðlileg viðbrögð líkamans við álagi og erfiðum aðstæðum í lífinu. Þessi viðbrögð líkamans hjálpa fólki við að takast á við erfiðar aðstæður í vinnunni, leggja harðar að sér við að læra undir próf eða halda einbeitingu þegar haldin er mikilvæg ræða. Kvíði er orðinn að vandamáli þegar styrkur kvíðans verður mjög mikill og/eða kemur oft fram í daglegu lífi án röklegs samhengis.

Sálfræðingar heilsustöðvarinnar veita gagnreynda meðferð við eftirfarandi kvíðavandamálum:

  • Almennur kvíði
  • Felmtur/kvíðaköst
  • Víðáttufælni
  • Sértæk fælni
  • Félagsfælni
  • Árátta og þráhyggja