Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Það að horfa á stjónvarp í svefnherberginu eykur líkur á svefnerfiðleikum og svefnleysi.
Kvíði og áhyggjur

Kvíði og áhyggjur eru eðlileg viðbrögð líkamans við álagi og erfiðum aðstæðum í lífinu. Þessi viðbrögð líkamans hjálpa fólki við að takast á við erfiðar aðstæður í vinnunni, leggja harðar að sér við að læra undir próf eða halda einbeitingu þegar haldin er mikilvæg ræða. Kvíði er orðinn að vandamáli þegar styrkur kvíðans verður mjög mikill og/eða kemur oft fram í daglegu lífi án röklegs samhengis.

Sálfræðingar heilsustöðvarinnar veita gagnreynda meðferð við eftirfarandi kvíðavandamálum:

  • Almennur kvíði
  • Felmtur/kvíðaköst
  • Víðáttufælni
  • Sértæk fælni
  • Félagsfælni
  • Árátta og þráhyggja