Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Flestir þeir sem þjást af þunglyndi fá ekki viðeigandi meðferð, annað hvort vegna þess að þeir leita sér ekki hjálpar eða vegna þess að vandamálið er ekki meðhöndlað með réttum hætti af þeim sem leitað er til.
Sálfræðileg meðferð

Heilsustöðin veitir fullorðnum og eldri unglingum sálfræðimeðferð við geðrænum/sálrænum og líkamlegum vandamálum af ýmsum toga.  Sálfræðingar heilsustöðvarinnar eru menntaðir í almennri klínískri sálfræði auk þess sem við búum yfir sérhæfingu í atferlislæknisfræði þar sem aðferðir sálfræðinnar eru hagnýttar til að meðhöndla líkamleg einkenni og sjúkdóma. Hjá Heilsustöðinni er því hægt að fá sálfræðilega aðstoð við bæði sálrænum og líkamlegum vandamálum.

Við leggjum áherslu á að veita skjólstæðingum okkar meðferð sem byggir á viðurkenndum aðferðum, studdum af rannsóknum, og þannig stuðla að betri heilsu og auknum lífsgæðum.