Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Reglubundin hreyfing bætir líðan og lífsgæði. Hreyfing liðkar og styrkir líkamann, eykur úthald og leiðir til framleiðslu vellíðunarhormónsins endorphine
Sálfræðileg meðferð

Heilsustöðin veitir fullorðnum og eldri unglingum sálfræðimeðferð við geðrænum/sálrænum og líkamlegum vandamálum af ýmsum toga.  Sálfræðingar heilsustöðvarinnar eru menntaðir í almennri klínískri sálfræði auk þess sem við búum yfir sérhæfingu í atferlislæknisfræði þar sem aðferðir sálfræðinnar eru hagnýttar til að meðhöndla líkamleg einkenni og sjúkdóma. Hjá Heilsustöðinni er því hægt að fá sálfræðilega aðstoð við bæði sálrænum og líkamlegum vandamálum.

Við leggjum áherslu á að veita skjólstæðingum okkar meðferð sem byggir á viðurkenndum aðferðum, studdum af rannsóknum, og þannig stuðla að betri heilsu og auknum lífsgæðum.