Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Regluleg hreyfing dregur almennt úr streitu, kvíða og þunglyndi, og bætir svefn.
Fyrsta heimsóknin

 

Hvers er að vænta þegar ég hringi í Heilsustöðina?

Þegar þú hringir í þjónustusíma okkar 534 8090 til að panta tíma svara ritarar okkar símanum og leitast við að aðstoða þig af fremsta megni. Ritari finnur fyrir þig hentugan tíma en síðar færðu gsm áminningu um tímann þinn. Ritarinn mun spyrja þig örfárra spurninga sem hann þarf svör við svo hann geti bókað tíma fyrir þig.

Hvers er að vænta þegar ég mæti í fyrsta tímann?

BiðstofaVið erum staðsett á 3. hæð í Skútuvogi 3 (húsið er merkt "Orange"). Athugið að ekið er inn Barkarvog en ekki Skútuvog og gengið er inn í húsið Barkarvogsmegin. Þegar þú kemur í þinn fyrsta tíma mun sálfræðingur eyða stuttum tíma í að kynna fyrir þér réttindi og skyldur þínar sem skjólstæðingur Heilsustöðvarinnar. Þú verður svo beðin(n) um að undirrita skjal til staðfestingar á því að þú hafir kynnt þér þetta. Í fyrsta viðtalinu fer fram svokallað sálfræðilegt mat þar sem sálfræðingur metur vandamálið. Misjafnt er hversu langan tíma matið tekur. Þegar þessu mati er lokið segir sálfræðingurinn þér frá niðurstöðum matsins og ráðleggur þér með næstu skref.

Skráningareyðublað

Með því að fylla út skráningareyðublað Heilsustöðvarinnar getur þú flýtt fyrir og hjálpað til við að gera upphaflegt mat markvissara.