Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Regluleg hreyfing dregur almennt úr streitu, kvíða og þunglyndi, og bætir svefn.
Hvernig má auka tilfinningagreind hjá börnum Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 0
LélegGóð 

1. Tala um tilfinningar

Foreldrar geta lýst því hvernig tilfinningar hafa áhrif á líkamann. Kenna börnum að þekkja og geta nefnt tilfinninguna sem þau finna fyrir. Einnig er mikilvægt að ræða um það hvernig hægt er að takast á við tilfinningar. Með því að ræða um tilfinningar þá kennum við barninu að takast á við þær í stað þess að fela.

 

2. Sætta sig við og reyna að skilja tilfinningar

Foreldrar eiga oft erfitt með að takast á við erfiðar tilfinningar hjá börnum sínum. Foreldrar vilja að börnum þeirra líði vel. Þegar börn verða reið getur það orðið til þess að foreldrar verða reiðir. Leiði þeirra getur orðið til þess að foreldrar finni fyrir leiða eða kvíða. Vegna þess að foreldrum finnst erfitt að horfa upp á barnið sitt með erfiðar tilfinningar þá geta þau óvart gert lítið úr þeim eða hunsað í þeirra von að þær hverfi. Foreldrar vilja helst að börnin þeirra séu alltaf glöð. Hins vegar er það ekki raunhæft, fólk er ekki alltaf glatt eða hamingjusamt öllum stundum og börn verða að læra að erfiðar tilfinningar eru eðlilegar og gegna ákveðnum tilgangi. Því er mikilvægt að hunsa ekki erfiðar tilfinningar frekar að ræða um þær. Oft þurfa börnin bara einhvern til að hlusta á sig.

 

3. Fara í leiki sem styrkja tilfinningagreind

Foreldrar geta leikið eftir tilfinningar með börnum sínum. Skoða bækur með börnunum og spyrja hvaða tilfinningar persónur í sögunum eru að sýna.

 

4. Nota ágreining til þess að kenna lausnaleit

Þegar ágreiningur kemur upp er gott að nýta sér það sem námsaðstæður. Sem dæmi ef barn er að deila við eldra systkini þá er gott að fara yfir það með þeim hvernig er hægt að leysa vandann. Ég skil vel að þú ert reiður við bróður þinn því hann tók af þér dótið. Hvernig getum við leyst þetta? Ef barnið kemur ekki með neinar uppástungur getur foreldrið komið með dæmi. „Þið getið skipst á að leika með dótið. Hvernig hljómar það“

 

5. Verið góðar fyrirmyndir

Mikilvægt er að foreldrar æfi sig að takast á við sínar tilfinningar og hvernig þau bregðast við  fyrir framan börnin sín. Það skiptir máli hvernig foreldrar takast á við hlutina og orða þá. Mikilvægt að foreldrar séu hreinskilnir við börnin sín um sínar tilfinningar.

 

Ólöf Edda Guðjónsdóttir, sálfræðingur