Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Regluleg hreyfing dregur almennt úr streitu, kvíða og þunglyndi, og bætir svefn.
Góð samskiptafærni Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 4
LélegGóð 

Þeir sem eiga uppbyggileg og góð samskipti við aðra hafa tamið sér ýmsa færni. Þeir kunna að hlusta, taka viðbrögð annarra ekki persónulega og eru óhræddir við að spyrja, taka eftir og vera forvitnir í samskiptum. Þeir þora að vera í augnsambandi, tala um líðan og kunna að fara ekki í vörn eða festast í smáatriðum.

Hér fyrir neðan eru leiðir til að þjálfa upp betri samskiptafærni.

 

Taktu ábyrgð á eigin viðbrögðum

Oft segir fólk „ég gat ekki annað en öskrað á móti...“ eða „hún sagði þetta þannig að ég gat ekki annað en....“ Málið er að við höfum alltaf val um hvernig við bregðumst við, hvað við segjum. Við getum valið hvort við útskýrum, verjum, nögumst eða rífumst og við getum valið að gera það ekki.

 

Spurðu út í það sem hinn aðilinn er að segja

Þegar við spyrjum gagnlegra spurninga eykur það skilning okkar og hjálpar okkur að öðlast ný og önnur sjónarhorn í erfiðum aðstæðum eða samskiptum. Dæmi um gagnlegar spurningar:

Hvernig líður þér við það?

Hvað er erfiðast?

Hverju viltu áorka?

Hvað myndir þú frekar vilja?

 

Biddu um nánari skýringar

Ef þú ert ekki viss um að þú sért að skilja nógu vel hvað hinn aðilinn er að meina endurtaktu þá þinn skilning og spurðu hvort þetta sé rétt skilið hjá þér. Góð byrjun getur t.d. verið „Er það rétt skilið hjá mér að það sem þú ert að meina er....“

 

Vertu sammála tilfinningum hins aðilans, ekki staðreyndunum

Þú þarft ekki að vera sammála fullyrðingum hins aðilans en þú getur samþykkt tilfinningar hans og komið því til skila að þú skiljir hvernig honum líður.  Dæmi um hjálplegar setningar:

Mér heyrist þú vera sár, það hlýtur að vera erfitt

Það er ekki hægt að áfellast þig fyrir að líða....

Mér liði líka.... ef ég upplifði þetta

Mér þykir leiðinlegt að þér líði....

Það hlýtur að vera erfitt að líða....

Mikilvægt er að muna að tilfinningar eru aldrei réttar eða rangar, það hvernig við bregðumst við þeim getur verið hjálplegt eða óhjálplegt.

 

Settu mörk

Ef samskipti eru að byrja að þróast út í rifrildi er mjög mikilvægt að setja mörk. Rifrildi skilar engum árangri og eykur bara fjandskap. Rifrildi hindrar lausnamiðað samtal. Dæmi um hvernig hægt er að setja mörk:

Ég hef aldrei hugsað um það á þennan hátt

Þetta er sannarlega erfitt sem þú ert að glíma við og ég veit ekki hvernig ég get hjálpað þér

Það væri gott ef það gæti gengið

Það er sjónarmið út af fyrir sig

 

 

Orðaðu hlutina skýrt

Í staðinn fyrir að nota orð eins og alltaf eða aldrei (sem er erfitt því yfirleitt eru undantekningar þar á) er betra að vísa í líðan. T.d. „mér líður eins og þú heyrir ekki hvað ég er að segja“ eða „Mér finnst að þú sért að kenna mér um þetta“

 

Mikilvægt er að hafa í huga að það tekur tíma að þjálfa upp færni í samskiptum og æfingin skapar meistarann. Allir gera mistök á leiðinni og mistökin eru til þess að læra af þeim. Smá saman öðlumst við betri færni ef við leyfum okkur að gera mistök, lærum af þeim og höldum áfram að æfa okkur.

 

Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur