Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Megin markmiðið næringarráðgjafar er að kenna fólki að veita líkamanum þau næringarefni sem hann þarfnast og stuðla þannig að heilbrigði. Einnig er markmiðið að veita næga orku til viðbótarhreyfingar sem veitir andlega og líkamlega vellíðan.
Ábyrgð frekar en ásakanir Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 4
LélegGóð 

Að ásaka einhvern er eitthvað sem allir gera. Þegar eitthvað slæmt gerist þá viljum við vita hver ber ábyrgð á því. Þegar við hins vegar byrjum að benda á maka okkar og ásaka hann þá hefur það slæm áhrif á sambandið. Þess vegna er mikilvægt að átta sig á því af hverju við viljum finna einhvern sökudólg. Með því að finna einhvern sem ber ábyrgð á neikvæðum atburðum þá erum við að reyna að hafa stjórn á aðstæðum. Þegar við höfum stjórn á aðstæðum þá líður okkur betur. Okkur líður betur þegar við getum losað um reiði með því að kenna öðrum um en á sama tíma erum við að skemma sambandið við þann einstakling. Þegar við ásökum aðra þá erum við í vörn.

Þegar maki gagnrýnir okkur þá eru yfirleitt okkar fyrstu viðbrögð að verjast. Niðurstöður rannsókna sýna hins vegar að það að fara í vörn leiðir yfirleitt ekki til þess að vandamálið leysist, heldur þvert á móti. Þegar við förum í vörn verður það ekki til þess að makinn sem er að gagnrýna hættir því og biðst afsökunar heldur leiðir það frekar til þess að ágreiningurinn verður meiri. Þegar við verjumst þá erum við í raun að segja að við erum ekki vandamálið heldur er það maki okkar. Með því að fara í vörn missum við af tækifærum sem við annars gætum nýtt til þess að sýna maka okkar væntumþykju og skilning. Maki okkar er að kvarta yfir einhverju og í stað þess að reyna að skilja af hverju þá erum við of upptekin við það að finna hver á sök á máli. Í vörn erum við eingöngu að hlusta eftir því hver er sökudólgurinn í málinu og við heyrum ekki af hverju maki okkar er ósáttur.

Í stað þess að fara í vörn er mikilvægt að taka ábyrgð. Við tökum ábyrgð þegar við segjumst vera tilbúin að hjálpast að við að finna lausn á vandanum. Með því erum við líka að segja að við erum tilbúin til þess að breyta einhverju hjá okkur til þess að sambandið gangi betur. Ef við förum hins vegar í vörn þá erum við að segja „nei ég vil ekki breyta mér það er allt í lagi hjá mér, það ert þú sem þarft að breytast“. Næst þegar þú færð gagnrýni prófaðu að fara ekki í vörn heldur hlustaðu á hvað það er sem viðkomandi er að biðja um. Það getur verið gott að æfa sig að taka ábyrgð jafnvel þó okkur finnist að vandinn sé ekki að okkar völdum. Þá er gott að íhuga hvort sé betra að styrkja sambandið eða að hafa alltaf rétt fyrir sér?

 

Ólöf Edda Guðjónsdóttir

sálfræðingur