Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Streita, kvíði og þunglyndi veikir ónæmiskerfið. Mikil streita, kvíði og þunglyndi eykur því t.d. líkur á því að kvefast.
Af hverju parameðferð? Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 3
LélegGóð 

Hvenær er tímabært að leita sér aðstoðar? Tímasetning er mjög mikilvæg þegar kemur að parameðferð. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna þá bíða pör of lengi eftir því að leita sér hjálpar sem er að meðtali sex ár. Í þessi sex ár hefur óhamingja og oft gremja verið að aukast jafnt og þétt. Flóknir og fleiri erfiðleikar koma fram á þessum tíma sem hægt væri að takast á við á einfaldari hátt ef meðferð hefði byrjað fyrr. Þegar fólk kemur í meðferð er yfirleitt fyrsta spurningin: Mun parameðferð virka fyrir okkur? Það er ekkert einfalt svar við þessari spurningu. Parameðferð er vinna og það veltur á parinu hvort hún mun virka fyrir þau eða ekki.  Það er mjög góð fjárfesting að vinna í sambandinu sínu og reyna að  bæta það. Parameðferð hefur ekki aðeins góð áhrif á sambandið heldur einnig líðan fólks. Það sem skiptir mestu máli fyrir árangur í parameðferð er hversu mikinn áhuga parið hefur á því að bæta sambandið. Báðir aðilar þurfa að vera áhugasamir og tilbúnir til þess að leggja á sig þá vinnu sem þarf. Vinna hljómar oft ekki spennandi en það er gaman að vinna í sambandinu sínu og sjá framfarir. Samband við maka er svo stór partur af lífi einstaklinga og hefur áhrif á allt. Fyrir sum pör þá verður parameðferð í raun ráðgjöf um skilnað því þá hefur fólk misst löngunina eða viljan til að halda áfram í sambandinu. Hægt er að fara í mismunandi parameðferðir sem hafa ólíka áherslu og nálgun. Parameðferð dr. John Gottman hefur mikið verið rannsökuð og þær rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur. Gott ráð þegar par kemur í fyrsta tíma í meðferð er að vera hreinskilin frá byrjun því þá nýtist meðferðin best. Annað sem gott er að hafa í huga þegar fólk leitar sér hjálpar er að velja sér sérfræðing sem hefur þekkingu á parameðferð og fólki líður vel hjá. Í parameðferð sem byggir á aðferðum Gottman lærir fólk meðal annars gagnlegar aðferðir til að takast á við ágreining á áhrifaríkan hátt. Farið er yfir hversu mikilvægt það er að hlusta á maka og að sýna skilning. Pör læra að  taka eftir mikilvægum atriðum í lífi sínu sem getur aukið ánægju þess í sambandinu. Pör læra einnig að styrkja vináttu sem er grunnurinn í öllum samböndum. Á sama tíma eykst traust sem oft er brotið þegar fólk kemur í meðferð.

Ólöf Edda Guðjónsdóttir, sálfræðingur