Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Flestir þeir sem þjást af þunglyndi fá ekki viðeigandi meðferð, annað hvort vegna þess að þeir leita sér ekki hjálpar eða vegna þess að vandamálið er ekki meðhöndlað með réttum hætti af þeim sem leitað er til.
Gjöf til þín Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 2
LélegGóð 

Það dýrmætasta sem þú getur gefið sjálfum þér er skilyrðislaus ást. Þ.e. að elska sjálfan þig nákvæmlega eins og þú ert. Það hljómar stundum einfalt en það er auðvelt að detta af því spori dags daglega. Það er auðvelt að detta í niðurrif og vantrú á sjálfum sér. Aðstæður og atvik í lífinu sem draga okkur niður í sjálfsgagnrýni, áhyggjur um eigið ágæti og vantrú á getu okkar. Í miðri slíkri hringiðu er auðvelt að fara hring eftir hring án þess að átta sig á því raunverulega hvað maður er að gera sjálfum sér og hvað maður er ekki að gera neinum gott með þessu. Gefum okkur þá gjöf þessi jól að fyrirgefa sjálfum okkur allt sem við höfum gert. Allt sem við sjáum eftir. Fyrirgefum okkur fyrir að vera mannleg og hafa gert mistök, sært fólk, komið illa fram við aðra, tekið rangar ákvarðanir, komið illa fram við okkur sjálf. Skellum fyrirgefningu á allt þetta sem við sjáum eftir og iðrumst og sleppum tökunum á öllu þessu. Gefum okkur þá gjöf að elska hvern einasta krók og kima af okkur sjálfum. Hvern einasta styrkleika og veikleika sem við búum yfir. Tökum við öllu þessu með opnu og hlýju hjarta og hlúum að því. Sjáum veikleika okkar og ókosti eins og þeir eru og elskum þá. Einfaldlega af því að það er hluti af okkur. Opnum hjarta okkar fyrir því hversu mannleg við erum, hversu fullkomlega ófullkomin við erum. Elskum nákvæmlega það og gefum okkur þá gjöf að sleppa tökunum á því að reyna að vera eitthvað annað en við erum, fullkomlega ófullkomin. Sleppum takinu á óttanum við að elska sjálf okkur. Það er ekki sjálfselska, heldur það besta sem þú getur gefið ástvinum þínum. Því ef þú elskar sjálfan þig skilyrðislaust, áttu auðveldara með að sýna ástvinum þínum kærleika og þú hefur meira að gefa þeim ef þú elskar sjálfan þig. Taktu á móti sjálfri/um þér með opnu hjarta, hverjum einasta hluta af sjálfri/um þér og hverri einustu minningu af sjálfri/um. Það sýnir mikinn styrk að elska sjálfan sig. Það sýnir getu til að elska sig í allri sinni dýrð, í allri sinni ófullkomnu dýrð.

Megiði eiga gleðileg jól og gefa sjálfum ykkur kærleika með opnu hjarta!

Sigrún Þóra Sveinsdóttir sálfræðingur