Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mikil streita á vinnustað getur tvöfaldað líkur á því að deyja af völdum hjartasjúkdóma.
Viðhorf og erfiðar tilfinningar Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 2
LélegGóð 

Lífið er fullt af atburðum og aðstæðum sem hreyfa við taugakerfinu okkar. Hreyfa við því

þannig að við finnum til, upplifum erfiðar tilfinningar á við sorg, depurð, vanlíðan, pirring

o.s.frv. Við erum einfaldlega þannig gerð að við upplifum þessar tilfinningar líka, ekki bara

gleði, ást, tilhlökkun o.fl.

Það er hins vegar náttúrulegt viðbragð hjá mörgum að forðast þessar tilfinningar. Að

koma í veg fyrir að upplifa þessar tilfinningar með óhjálplegum brögðum og brellum. Hjá

sumum er það vegna þess að viðhorfið til þessara erfiða tilfinninga er skekkt. Þau hafa

viðhorf eins og ,,þetta er alltof sársaukafull tilfinning fyrir mig”, ,,ég þoli ekki þessar

tilfinningar” eða ,,þetta er alltof sterk tilfinning fyrir mig”1.

Þessi viðhorf geta viðhaldið vítahring hjá fólki þannig að þau koma sér frá því að

upplifa þessar tilfinningar og munu því ekki sjá hvort að þau einfaldlega ráði við þær og sjá

ekki hvort þær séu of erfiðar fyrir þau. Þar sem viðhorfin fela í sér að manneskjan muni ekki

þola tilfinninguna og að hún sé alltof erfið fyrir hana. Það fyndna við það er að við búum oft

til fleiri erfiðar tilfinningar og vanlíðan með því að forðast þessar erfiðu tilfinningar, t.d. ótta

og kvíða.1. Á meðan við myndum losna við það ef við leyfðum tilfinningunni bara að koma

og fara. Losna undan þessari auka vanlíðan.

Að sjálfsögðu er þetta ekkert skemmtileg upplifun og það er algjör óþarfi að taka

fagnandi á móti þessum tilfinningum og leyfa sér að baða sér í þeim. Fyrir þá sem eru

nýbyrjaðir að kanna þessar tilfinningar fyrir alvöru eða fyrir þá sem eru að fara í gegnum

mjög erfiðar tilfinningar er mjög gott að fara hægt og varlega inn í tilfinninguna og hlúa vel

að sér með umhyggju á meðan reynslan stendur yfir.

Það eru ýmsar leiðir sem má tileinka sér til að horfast í augu við erfiðar tilfinningar.

Aðal málið er að byrja að tileinka sér það viðhorf að þótt þær séu erfiðar þá sé hægt að

komast í gegnum þær. Viðhorf eins og:  ,,Þetta er erfið tilfinninga en ég þoli þetta”, ,,Þetta er

sársaukafult en það líður hjá”.  Að byrja á því að finna með sér hugrekki til þess að horfast í

augu við þær, nálgast þær í stað þess að forðast þær. Næsta skref felst síðan í því að finna

með sjálfum sér hjálplega og heilbrigða leið til að upplifa tilfinningarnar og vinna úr þeim.

Með þessari leið er hægt að öðlast meira frelsi í lífinu þar sem við þurfum ekki lengur að

forðast og flýja ýmsar aðstæður í lífinu. Dæmi um hjálplegar leiðir er t.d. að nýta sér

núvitund (e. mindfulness) og samkennd (e. compassion) til að vinna úr og kanna tilfinninguna

í líkamanum2.

Það er mikilvægt fyrir okkur að líta í eigin barm og kanna þessi viðhorf, því þau geta

haft hamlandi áhrif á líf okkar. Skert getu okkar til að taka þátt í lífi okkar, þannig að við

forðumst vissar aðstæður þar sem erfiðar tilfinningar blossa upp eða nýtum okkur ýmis

skaðleg bjargráð.

 

Heimildir:

 

1) Ellis, A. (1988). How to stubbornly refuse to make yourself miserable about anything, yes

 

anything! New York: Carol Publishing Group.

 

2) Gilbert, P. og Choden, (2014). Mindful compassion. Oakland, CA: New Harbinger.

 

Sigrún Þóra Sveinsdóttir sálfræðingur