Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Á grundvell rannsókna á hollri hreyfingu ráðleggja heilbrigðisyfirvöld fullorðnu fólki að stunda líkamlega hreyfingu í hálfa til eina klukkustund daglega.
Éttu betur!! Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 3
LélegGóð 

Við erum alvön umræðunni  um hvað við eigum að borða en veltum kannske sjaldnar fyrir okkur hvernig. Erum við oft að sleppa máltíðum, borða á hlaupum, upptekin við e-ð annað en matinn, í tölvunni, með blaðið, eða í bílnum?  Erum við á sjálfsstýringunni, frekar en til staðar í því sem við erum að gera?  Tókum við kannske ekki eftir því hvað við vorum að borða?  Erum við oft að borða „sést-varla-bitann“ –  fljótt og hratt og hugurinn segir  „þetta var eiginlega ekki neitt“?

 

Vitað er að tilfinning um seddu er háð hversu hratt við borðum.  Ef við stilllum okkur inná, eða veitum athygli merkjum  líkamans þá segir hann okkur ágætlega til.  Oft erum við ekki að virða svengdar- og seddutilfinningar, eða hvernig okkur verður af matnum.

 

Stundum erum við svo önnum kafin við að afla tekna fyrir hinu daglega brauði að við megum ekki  vera að því að setjast niður og borða þetta góða brauð!

 

Þrátt fyrir tímaleysi hversdagsins, þar sem við veljum oft skyndibitann, e-ð einfalt og fljótvirkt, þá er fólk jafnan að leggja hug og hjarta í jólamatinn.  Undirbúningurinn er oft langur og sumir fara á fjöll og veiða.  Svo er verkað, grafið, kryddað, sultað og bakað.  Við höfum í hávegum hefðirnar og upplifum minningar liðinna jóla, söknum, gleðjumst og hlökkum til. Við njótum þess að vera prúðbúin og í hátíðaskapi. Dáumst að fagurlega dekkuðu veisluborði. Maturinn lítur æðislega út, ilmurinn „er svo lokkandi“.  Kjötið er safaríkt og meyrt, bragðið unaðslegt. Eftirrétturinn gómsætur.  Við gefum okkur góðan tíma til að njóta matarins og upplifa stundina með ástvinum okkar. Það kemur að því að við finnum að við erum orðin eðlilega södd.  Okkur er auðvelt að hætta vitandi það að það verður alltaf til nóg fyrir okkur að njóta.  Við viljum ekki troða okkur út, ekki frekar en við óskum neins sem okkur þykir vænt um að honum verði bumbult og illt.  Þvert á móti viljum við að honum verði gott af því sem við bjóðum honum uppá og segjum því  „verði  þér að góðu“.

 

Neysla matar er félagsleg athöfn, tengd  tilfinningum eins og gjafmildi, umhyggju, þakklæti og vellíðan. Slíkar tilfinningar stuðla að jákvæðu efnaflæði í líkamanum og þar með  verður okkur frekar gott af matnum.  En þess sem neytt er með grettu og hugarfarinu „æi, ég ætti nú ekki að vera að borða þetta  jukk!“  er á hinn veginn farið.

 

Mættum við sem oftast eiga slíkar stundir, þar sem við stöldrum við, njótum og erum til í núinu. Upplifum þakklæti til þess sem veitir, einnig  Móður Náttúru sem nærir okkur og styður og við umgöngumst af ást og virðingu.   Njótið aðventunnar!

 

Heiðdís Sigurðardóttir sérfræðingur í klíniskri sálfræði