Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Sálfræðilegur stuðningur og meðferð getur hjálpað sjúklingum, fjölskyldu og ástvinum að aðlagast lífi með alvarlegum sjúkdómum.
Nánd í parasamböndum byggir á góðum samskiptum Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 5
LélegGóð 

Parasamband felur í sér mikil og náin tengsl. Tengsl okkar við maka eru ólík tengslum sem við eigum við annað fólk, engin önnur tengsl búa yfir öllu því sem parasamband býr yfir. Parasamband felur í sér vináttu, ást, traust og nánd – bæði líkamlega og tilfinningalega, þess vegna reynir mikið á samskipti milli maka. Til þess að eiga í góðum samskiptum er nauðsynlegt að parið komi fram hvort við annað af vinsemd, virðingu og einlægni.

Góð samskipti fela í sér færni til að gefa skýr skilaboð um tilfinningar, hugsanir og líðan á viðeigandi hátt. Móttaka skilaboða er ekki síður mikilvæg, viðbrögð hlustanda endurspegla, skilning, viðurkenningu, væntumþykju, virðingu. Með þessum hætti eru samskipti gagnkvæm – báðir makar eru virkir og hlutverk beggja aðila, hlustanda og þess sem tjáir sig eru mikilvæg. Algengar orsakir þess að fólk upplifi erfiðleika í sambandinu eru skortur á samskiptum eða slæm samskipti.

Skortur á samskiptum milli hjóna skapar fjarlægð sem lýsir sér meðal annars í því að parið deilir ekki tilfinningum, hugsunum og fleiru með hvort öðru. Þegar slík staða er komin upp verður erfitt að átta sig á því hvaða væntingar parið hefur til hvort annars sem leiðir til þess að nær ómögulegt er að vera fyllilega til staðar fyrir hvort annað, sýna hvort öðru stuðning og umhyggju. Ef par ætlar að vera til staðar fyrir hvort annað, sýna ást og umhyggju er ekki hjá því komist að eiga í góðum samskiptum.

Ef samskipti eru með þeim hætti að ekki ríkir virðing og einlægni, skilaboðin einkennast af kvörtunum, kröfum, alhæfingum og ásökunum er hætta á að samskiptin endi oftar en ekki í árekstrum og eru sjaldnast vænleg til árangurs. Erfitt verður að komast að niðurstöðu og erfitt er að bregðast við og taka afstöðu til skilaboða sem parið sendir sín á milli. Samskiptamynstur sem þetti geta þróast á lengri eða skemmri tíma og parið getur upplifað þetta mynstur sem vítahring sem erfitt er að brjóta upp og snúa til betri vegar.

Til þess að brjóta upp neikvætt samskiptamynstur er mikilvægt að átta sig á eigin upplifun í aðstæðum sem okkur finnst erfiðar eða valda óþægindum. Það er nefnilega upplifunin, tilfinningar og hugsanir sem hafa áhrif á túlkun okkar á aðstæðum  – og þar af leiðandi áhrif á viðbrögð okkar. Til dæmis ef ágreiningur kemur upp, hvernig upplifum við og túlkum aðstæðurnar; viðbrögð maka eða skilaboð frá maka.

Öll pör greinir á um einhver atriði, það er eðlilegur hluti af tilverunni. En í ljósi þess hve náin tengslin eru í parasambandi er gríðarlega mikilvægt að tileinka sér góðar samskiptavenjur. Nándin sem skapast þegar samskiptum er þannig háttað að traust ríkir og parið deilir upplifun sinni er afar dýrmæt. Öll tjáskipti eiga að vera heiðarleg og fela í sér virðingu, umhyggju og stuðning. Þegar þessi atriði eru fyrir hendi er hægt að ræða saman, sýna hvort öðru skilning, fyrirgefa og halda fram á vegin.