Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Megin markmiðið næringarráðgjafar er að kenna fólki að veita líkamanum þau næringarefni sem hann þarfnast og stuðla þannig að heilbrigði. Einnig er markmiðið að veita næga orku til viðbótarhreyfingar sem veitir andlega og líkamlega vellíðan.
Uppbygging í kjölfar eineltis Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 2
LélegGóð 

"Hann hlýtur að líta á sjálfan sig sem aukapersónu í eigin lífi. Aðalpersónan væri aldrei hrekkjusvín."

Gyða 9 ára.

Um strákinn sem stríðir henni í skólanum.

 

Einelti og afleiðingar þess hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur. Auglýsingar þar sem sýnd eru smáskilaboð og textar sem innihalda grófar svívirðingar og gífuryrði hafa vakið sterk viðbrögð.

Þeir sem lenda í einelti geta átt um sárt að binda árum og jafnvel áratugum eftir að því líkur.

Það sama á einnig við um þann hóp barna sem eru vinafá án þess að verða fyrir árásum. Þetta eru börn sem einhverra hluta vegna ná ekki að mynda föst vinatengsl og hverfa þau mörg hver inn í félagslega einangrun með tölvuna sér við hlið.

Eitt af því sem bíður hnekki í kjölfar eineltis er sjálfstraustið og getur tekið langan tíma að vinna það aftur til baka. Þau börn sem flytjast búferlum og ná að mynda vinatengsl á nýjum stað eiga eftir sem áður erfitt um vik og kvíða því t.d. að hitta gamla skólafélaga á förum vegi. Þá getur sá ótti einnig búið um sig að eineltið endurtaki sig á nýjum stað. Þolendur eineltis fá þá tilfinningu að þeir séu ekki nógu góðir og getur þetta haft áhrif á ný vinatengsl sem og á frammistöðu í skóla og aðra virkni.

Félagsleg eingangrun, sem síðan leiðir til aukinnar valíðunar, getur verið ein afleiðing eineltis og oft á tíðum erfitt að rjúfa þann vítahring.

Í vinnu með þolendur eineltis er mikilvægt að auka virkni og jákvæða upplifun af umhverfinu.

Í upphafi meðferðar er mikilvægt að kortleggja líðan viðkomandi og leggja fyrir lista sem leggja mat á sjálfmat, kvíða, þunglyndi og reiði en allt geta þetta verið afleiðingar eineltis.

Mikilvægt er að rjúfa vítahring neikvæðra hugsana sem leitt geta til vanlíðunar og vanvirkni. Jákvæðar hugsanir eru hinsvegar líklegar til að bæta líðan og auka sjálfstraust. Liður í uppbyggingaferlinu er verkefnavinna sem miðar að því að barnið/unglingurinn komi auga á það jákvæða í eigin fari og hvar sterku hliðarnar liggja. Með skráningu eykst einnig meðvitund um eigin hugsanir og hversu uppbyggilegar þær eru.

Þegar búið er að leggja grunn að betri líðan má síðan fara að huga að aukinni virkni með áhugamálum eða uppbyggilegum námskeiðum.

Börn eru misjöfn eins og við hin. Sum eru heimakær og sækja í að dunda sér ein, á meðan önnur vilja hafa mikið fyrir stafni og eiga marga vini. Mikilvægt er að hafa þennan mun að leiðarljósi því ekki er víst að stefnan sé alltaf sett á stóran vinahóp.

Upphafsorðin í þessum pistli á níu ára systurdóttir mín sem, eins og margir, hefur orðið fyrir stríðni í skólanum. Hún hefur kosið að líta á það sem tap gerandans í stað þess að draga sjálfa sig niður og það er eimnitt kjarni málsins og upphafið að bataferlinu.

 

Hugrún Sigurjónsdóttir

Sálfræðingur

Heilsustöðinni