Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Á hverjum tíma þjást 10-15% af fólki af langvarandi svefnleysi, eða um 30-45 þús Íslendingar.
Ég er minnar gæfu smiður Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 1
LélegGóð 

Langar þig að finna meira öryggi í félagslegum samskiptum, gleðina við að ná árangri þegar eitthvað er erfitt, frelsið til að fylgja eigin sannfæringu og sjálfstæði til að gera það sem þig langar til? Þeir sem geta þetta upplifa meiri hamingju og lífsgæði. 

Oft á tíðum er einhver innri tilfinning sem hamlar fólki þannig að það nær þessu ekki. Sú tilfinning sem flestir þekkja er einhvers konar ótti, þessi hnútur í maganum, svitinn í lófunum, vöðvaspennan í öxlunum og neikvæðar áhyggjuhugsanir sem letja. Þessar hugsanir geta ýtt fólki inn á „öruggt“ svæði þar sem minni líkur eru á að mistakast, vera hafnað eða vera gagnrýndur.

En hver er fórnarkostnaðurinn við að halda sig á „örugga“ svæðinu? Kannski er þetta svæði ekki svo öruggt? Þegar kvíðavekjandi hugsanir fara að ná yfirhöndinni minnka möguleikarnir á að auka lífsgæðin, öðlast nýja reynslu og finna einlæga gleði og hamingju í samskiptum við annað fólk. Góðu fréttirnar eru að þetta þarf ekki að vera svona. Allir geta breytt þessu og aukið eigið öryggi, gleði, frelsi, sjálfstæði og hamingju.

Fyrsta skrefið er að viðurkenna að eigin hugsanir hafi staðið í veginum. Í því felst mikið vald því um leið þýðir það að manneskjan sjálf getur tekið stjórnina, það er undir hverjum og einum komið, ekki hinum, hvaða leið er valin. Það getur verið erfitt að breyta jafnvel ævilöngum hugsanavenjum en eins og með alla hegðun og hugsun þá skapar æfingin meistarann. Því oftar sem við náum að hugsa jákvætt og í samræmi við eigin langanir og þarfir því meira vald yfir eigin hegðun og líðan náum við.

Sumum hentar að lesa sér til og stíga jafnt og rólega áfram á þessari vegferð og öðrum hentar betur að fá stuðning og leiðbeiningu. Hvor leiðin sem er valin þá er mikilvægt að byrja fyrst að spyrja sig: „Hvað vill ég?“ Og um leið velta fyrir sér hvort maður sé að lifa lífinu á eigin forsendum eða til að geðjast öðrum eða forðast það að koma öðrum í uppnám.

Ég upplifi það sem forréttindi að vinna með fólki á þessum stað á kvíðanámskeiðum Heilsustöðvarinnar. Að fá að hjálpa, stuðla að og fylgjast með hvernig fólk endurheimtir, eða jafnvel upplifir í fyrsta skipti valdið yfir eigin lífi. Ég er ekki bara að tala um fólk sem hefur verið greint eða hefur grun um að vera með kvíðaröskun af einhverju tagi heldur alla þá einstaklinga sem finna að þeir gætu náð lengra ef þeirra eigin efasemdir stæðu ekki í veginum. Þá er ég ekki að tala um fleiri peninga í bankanum heldur sönn auðævi, sanna lífshamingju.

 

Höf. Bryndís Einarsdóttir