Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mjög miklar líkur eru á bata þegar fólk sem þjáist af þunglyndi sækir gagnreynda sálfræðilega meðferð hjá sálfræðingi.
Algengur ágreiningur í samböndum Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 5
LélegGóð 

Líður þér eins og þú og maki þinn séuð að rífast um sama hlutinn aftur og aftur? Samkvæmt Dr. John Gottman þá leysast 69% ágreininga sem upp koma í samböndum aldrei. Þetta þýðir að pör eru oft að rífast um sama málefnið aftur og aftur. Gottman sem hefur yfir 40 ára reynslu í parameðferð talar um síendurtekinn ágreining sem viðvarandi vanda í samböndum. Þessi ágreiningsefni geta oft þróast í harkaleg rifrildi.

Fimm algeng ágreiningsefni sem pör deila um eru frítími, fjármál, heimilisverk, líkamleg nánd og ættingjar. Til eru ýmis ráð sem pör geta nýtt  sér til að takast á við ágreining á áhrifaríkan hátt.

Fækka rifrildum og „rífast betur“. Þegar upp kemur vandi er mikilvægt að við hlustum og reynum að setja okkur í spor maka okkar. Báðir aðilar þurfa að átta sig á hvað það er sem þeir geta breytt í fari sínu til þess að takast á við ágreining með áhrifaríkum hætti. Ekki bíða eftir því að maki ykkar breyti einhverju hjá sér, vert þú fyrri til.

Fara yfir nýlegan ágreining. Það getur verið hjálplegt að fara yfir það sem nýlega hefur verið rifist um. Einnig er gott að átta sig á því hvort ákveðið mynstur er í rifrildum.

Draga ekki gömul rifrildi inn í hversdagslegan ágreining. Í flestum samböndum er eitthvað ákveðið umræðuefni sem veldur oftar ágreiningi en annað. Þá er líklegt að þið vitið skoðun maka ykkar á því. Þess vegna er ástæðulaust að draga fram sama umræðuefnið sem þið vitið að þið eruð ósammála um í minniháttar ágreiningi sem kemur upp.

Finnið eitthvað sem þið eruð sammála um. Þegar par þarf að takast á við ágreining þá er gott að byrja á að ræða eitthvað sem það getur verið sammála um. Því það getur hugsanlega komið í veg fyrir ágreining. Sem dæmi, ef ágreiningur er um það hvert skal halda í sumarfrí þá er hægt að byrja á því að ræða það sem þið eruð sammála um. Þið getið t.d. verið sammála um að þið viljið komast í frí saman og eyða tíma með fjölskyldunni. Þegar þið hafið fundið sameiginlegan grundvöll þá kemur kannski í ljós að áfangastaðurinn er í raun aukaatriði og verður þá ekki að ágreiningsefni.

Þekkja skoðanir hvers annars. Þið getið komið í veg fyrir endurtekinn ágreining ef þið þekkið þau málefni sem þið eruð ósammála um. Að vera sammála um að vera ósammála og koma auga á vandann getur komið í veg fyrir ágreining seinna meir. Því betur sem þið þekkið skoðanir hvors annars í ýmsum málefnum, því betra. Sýnið þolinmæði og skilning, þá líður ykkur betur og ólíklegra er að þið munið rífast um saman hlutinn aftur og aftur.

 

 

Ólöf Edda Guðjónsdóttir, sálfræðingur