Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Á hverjum tíma þjást 10-15% af fólki af langvarandi svefnleysi, eða um 30-45 þús Íslendingar.
Að takast á við hið óvænta Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 2
LélegGóð 

Eitt að því sem er við getum verið viss um í lífinu er að það getur tekið óvæntar stefnur. Óvænt atvik geta ýtt okkur út í að taka erfiðar ákvarðanir í sambandi við atvinnu, vini eða fjölskyldu. Óvæntar aðstæður geta valdið streitu og vanlíðan sem mikilvægt er að vinna sig út úr. Í nútíma samfélagi gerir fólk auknar kröfur um vellíðan, ekki aðeins til þess að komast í gengum daginn heldur til að geta notið hæfni sinnar til fulls í vinnu og persónulegu lífi.

Sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa flestir yfir langri reynslu og þekkja vel til hvaða úrræða er best að grípa í þeim vanda sem upp kemur í lífi fólks.

Sú mýta að fólk þurfi að vera alvarlega veikt til að leita sér aðstoðar hefur verið lífseig en með breyttum viðhorfum eru fleiri sem það gera. Fólk leitar sér aðstoðar við að leysa vanda sem án aðstoðar getur undið upp á sig og orðið óyfirstíganlegur.  Fólk sem lendir í tímabundnum erfiðleikum hættir við að festast í neikvæðum og sjálfseyðileggjandi hugsunum sem tefja fyrir bataferli og auka vanlíðan.

Sjálfstætt starfandi sálfræðingar hafa faglega þekkingu til að meta í hvaða tilfellum er þörf á annars konar úrræðum, þeir geta vísað fólki á viðeigandi námskeið, t.d. kvíðanámskeið, til lækna eða annars heilbrigðisstarfsfólks gerist þess þörf.

Í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingum eru viðurkenndar aðferðir notaðar og má þar nefna HAM (Hugræna atferlismeðferð) sem byggir á fræðilegum grunni og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi hennar. Í hugrænni atferlismeðferð fær hver og einn aðstoð við að losna úr vítahring neikvæðra hugsana og einnig til að sjá tækifærin sem geta falist í erfiðleikunum. Því þegar öllu er á botnin hvolft skiptir meira máli hvernig tekið er á vandanum heldur en atvikið sem honum olli. Hugsanir sem einkennast af neikvæðni og sjálfgagnrýni eru ekki hjálplegar og því mikilvægt að skipta þeim út fyrir aðrar jákvæðari sem gagnast betur. Undir handleiðslu sálfræðings gefst viðkomandi kostur á að æfa aðferðir HAM til að ná tökum á neikvæðum hugsunum og auka vellíðan.

Þess ber að geta að aðferðir í HAM gagnast vel við vinnu með börn og unglinga þar sem þeim er m.a. kennd færni í hegðun og samskiptum.

 

Hugrún Sigurjónsdóttir

Sálfræðingur

Heilsustöðinni

 

Skeifunni  11 a