Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Á hverjum tíma þjást 10-15% af fólki af langvarandi svefnleysi, eða um 30-45 þús Íslendingar.
Námsmenn gerið ykkar besta! Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 0
LélegGóð 

Öll viljum við gera okkar besta, helst alltaf. Að skila hinum ýmsu verkefnum vel af hendi og standa sátt/-ur upp frá borði. Hvað hefur áhrif á frammistöðu og árangur?

Námsmenn þekkja þessar aðstæður vel, þar sem þekking og kunnátta eru metin reglulega með prófum og verkefnum. Mikilvægt er að ná árangri og fá vinnu sína metna enda er oft á tíðum mikið í húfi. Atriði sem hafa áhrif á frammistöðu eru mörg og ólík, til að mynda skipulag, tímastjórnun, hreyfing, svefn og matarræði. Mikilvægt er að taka þessa þætti inn í myndina en stundum reynist það þrautinni þyngra.

Kvíði er eitt af því sem getur komið i veg fyrir að við náum settu marki og komum þekkingu okkar og færni á framfæri. Kvíði er eðlilegt viðbragð líkamans við aðstæðum þar sem fólk finnur til dæmis fyrir óöryggi eða streitu. Eðlilegur kvíði getur stuðlað að því að við bregðumst skjótar við í aðkallandi aðstæðum, en kvíði getur líka verið hamlandi og truflað okkur á margan hátt þannig að við náum ekki eins góðum árangri og þekking okkar og færni gefa til kynna. Rannsóknir sýna að þeir námsmenn sem glíma við prófkvíða standi sig allt að 12% verr á prófum en þeir sem ekki þjást að kvíða.

Órökréttar hugsanir verða áberandi í kvíðatengdum aðstæðum og gera viðkomandi erfiðara fyrir að meta stöðuna með raunhæfum hætti. Með þessu skapast mikil óvissa og óöryggi sem getur auðveldlega leitt til þess að viðkomandi missi stjórn á aðstæðum.

Skynsamlegt er að staldra við og skoða það hvaða atriði það eru sem hafa áhrif á frammistöðu okkar. Hér er vel við hæfi að nefna söguna af skógarhöggsmanninum sem mætti til vinnu fyrsta daginn fullur eftirvæntingar og ákveðinn í að gera sitt allra besta og leggja sig allan fram og höggva eins mörg tré og honum mögulegt var. Það gerði hann fékk mikið lof og hrós fyrir. Í kjölfarið fylltist hann af miklum eldmóði og vildi hámarka afköst sín hvern dag. Hann fór snemma í háttinn og mætti fyrstur til vinnu.  Sama hvað hann lagði hart að sér náði hann ekki þeim afköstum sem hann ætlaði sér, svo upptekinn var hann við að höggva að hann gaf sér ekki tíma til að brýna exina.

Hvaða verkfæri eða tækni notum við í daglegu lífi til að ná markmiðum okkar í leik eða starfi? Ýmis atriði er varðar námstækni eins og minnisaðferðir, upprifjanir, tímaáætlanir og fleira eru afar gagnlegar en ef kvíði er fyrir hendi er nauðsynlegt að vinna markvisst með kvíðatengdar hugsanir, sem valda og viðhalda kvíðanum en slíkar hugsanir eru órökréttar og á engan hátt gagnlegar. Að missa stjórn á kvíða getur auðveldlega haft þær afleiðingar í för með sér að skipulag fari úr skorðum, erfiðara verður að nýta þá námstækni sem áður hefur gefið góða raun og einbeitningin snar minnkar. Þetta getur svo leitt til þess að skyndilega verður prófundirbúningurinn og prófið sjálft að einhverju ógnarstóru fjalli sem ómögulegt að er komast yfir. Þá er nauðsynlegt að grípa í taumana og finna út hvaða hugsanir koma fram í aðstæðunum sem eru að valda kvíðanum og skipta þeim út fyrir rökréttar nytsamlegar hugsanir þannig náum við stjórn á aðstæðum og náum betri árangri.

Það er alltaf einhver leið, hver og einn þarf að kíkja í sína verkfæra kistu og skoða hvort hún innihaldi það sem viðkomani þarf á að halda. Stundum þarf að brýna verkfærin, eða skipta þeim út fyrir önnur nytsamlegri.

Kristín Ósk Leifsdóttir sálfræðingur