Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mörg verkalýðsfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja meðferð hjá sálfræðingi.
Þunglyndi Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 1
LélegGóð 

Þú fellur á mikilvægu prófi, missir vinnuna, slítur sambandi eða ástvinur deyr, þá er eðlilegt að þú verðir sorgmæddur og dapur. Svo jafnar þú þig og nærð aftur eðlilegri líðan. En depurð sem er varir vikur eða mánuði, hvort sem það er í kjölfar einhvers konar missis eða ekki, er alvarlegt ástand. Ef líðanin hefur truflandi áhrif á daglegt líf; vinnu eða skóla, fjölskyldulíf og vinabönd, þá er þörf á að leita faglegrar aðstoðar.
Tjáning hins þunglynda er eitthvað á þessa leið; Það sem áður var gaman hætti að vera það. Matarlistin fór, minnið brást og ég átti erfitt með að einbeita mér. Ég gat varla komið nokkru í verk. Endurteknar neikvæðar hugsanir sóttu á mig - vöktu mig einnig upp á nóttunni og þá varð ég upptekin af hversu þreyttur og ósofinn ég yrði daginn eftir. Mér leið illa innan um fólk. Ég hafði áhyggjur af að fólk væri að dæma mig. Mér fannst ég fyrir, upplifði skömm og var á einhvern hátt hræddur um að upp um mig kæmist. Það kostaði mig mikla orku að halda uppi „Allt-fínt-bara“ grímunni. Stundum var ég pirraður og erfitt að vera í kring um mig. Á endanum var ég orðinn einn og einangraður frá öllum. Ég var stundum að velta fyrir mér hvort lífið væri nokkuð þess virði að lifa því.
Þarna leitaði ég mér sem betur fer hjálpar, tók fyrsta skrefið í átt að bata. Ég lærði að meðferð ber árangur. Ég lærði einnig að það er ekki til nein einföld skyndilausn eða töfralyf. Batinn kemur alveg, en stundum hægt og sígandi. Lyf geta hjálpað mörgum, sálfræðimeðferð hefur einnig reynst gagnleg. Í meðferðinni lærði ég að það að opna sig og vera heiðarlegur um tilfinningar sínar, getur skipt sköpum. Ég lærði að óttast ekki þunglyndið, heldur skilja það og vinna með það. Regluleg hreyfing hafði sannarlega jákvæð áhrif. Að halda dagbók um tilfinningar og líðan og vinna með hugsanir sínar losaði um tilfinningahnúta og jók innsæi og skilning. Einnig fannst mér gagnlegt að gera lista yfir atriði sem ég er þakklátur fyrir. Ég lærði aðferðir til að kyrra hugann. Ég fann að með því að vinna með bataferlinu, þá fækkaði slæmu dögunum og þeim góðu fjölgaði.
Ein af hindrunum til að yfirstíga er hugsunin „það er alveg sama hvað er, það mun ekkert jákvætt gerast hjá mér“. Ég get ekki sagt að ég sé þakklátur þunglyndinu, en það hefur samt kennt mér margt og fengið mig til að endurskoða líf mitt. Ég er ólíklegri en áður að hlaupa frá vandamálum, tekst frekar á við þau. Sá sem hefur upplifað myrkrið kann sennilega betur að meta ljósið. Ef við eigið í erfiðleikum verum ekki hrædd við að leita hjálpar, það er engin skömm að því.

Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur