Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Flestir þeir sem þjást af þunglyndi fá ekki viðeigandi meðferð, annað hvort vegna þess að þeir leita sér ekki hjálpar eða vegna þess að vandamálið er ekki meðhöndlað með réttum hætti af þeim sem leitað er til.
Sáttamiðlun

Hjá Heilsustöðinni er mikil og sérhæfð þekking og reynsla á sviði sáttamiðlunar. Heilsustöðin býður upp á faglega sáttamiðlunarþjónustu sem bæði getur farið fram í húsakynnum deiluaðila en einnig á hlutlausum stað í húsnæði Heilsustöðvarinnar. Einnig býður Heilsustöðin upp á fræðslu um sáttamiðlun, samskipti og samningaviðræður. Þjónustan miðar að því að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga að komast hjá og leysa ágreining.

Ágreiningur innan fyrirtækja getur verið kostnaðarsamur og tímafrekur. Sáttamiðlun er árangursrík leið sem miðar að því að leysa ágreining milli deiluaðila skjótan og skilvirkan hátt áður en ágreiningur leiðir til stærri og jafnvel langtíma vandamála sem hugsanlega leiða til lögsókna.

Ágreiningur innan vinnustaða getur komið til milli starfsmanna, starfsmanna og viðskiptavina eða stjórnenda og starfsmanna. Deilur geta til dæmis snúist um ágreining um vinnuálag, persónulegan ágreining, einelti/áreitni, stundvísivandamál, skilgreiningu á umfangi vinnu o.fl.

Sáttamiðlun er mun áhrifaríkari og ódýrari fyrir fyrirtæki heldur en langvarandi og kostnaðarsöm málaferli. Árangursrík sáttamiðlun bætir og styður við áframhaldandi viðskiptasambönd fyrirtækja og stofnana og miðar að árangursríkri lausn fyrir alla deiluaðila.

 

Sendið fyrirspurnir og beiðnir vegna þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á netfangið firma@heilsustodin.is