Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Sálfræðilegur stuðningur og meðferð getur hjálpað sjúklingum, fjölskyldu og ástvinum að aðlagast lífi með alvarlegum sjúkdómum.
Átröskun – er ég minn besti vinur? Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 0
LélegGóð 

Ég og líkami minn - erum við vinir? Er sambandið gott eða áttu í baráttu við.. í stríði við...? Er líkaminn óvinurinn? Leyfirðu þér framkomu við sjálfa/n þig sem þú myndir seint bjóða elsku barninu þínu, góðum gesti eða besta vininum; „Þú þarft ekkert“ „Þú getur ekki hætt ef þú byrjar að borða - Yðar
Ömurlegheit!“ „Nú dugir ekkert nema hörkuátak“ „Þetta verður í síðasta sinn sem þú færð... „ Ég hata....“. Af hverju komum við ekki svona fram við aðra? Finnst okkur það ósanngjarnt eða ruddalegt? Getur verið að svona aðfarir hreinlega virki ekki? Fer viðkomandi/líkaminn í vörn eða uppgjöf; „Ég treysti þér ekki, þú ferð illa með mig, það er alveg sama hvað ég geri, þér finnst ekkert nógu gott“?
.
Veltum fyrir okkur merkingu þess að „gefast upp og þá muni ganga betur“. Á það stundum við? Eins og þegar við erum að hamast við að gera e-ð sem er ekki hægt? T.d. að henda steini það hátt upp í loftið að hann komi ekki niður aftur? Sumir henda það hátt að þeir trúa smástund að það virki. En bæði
reynslan og Newton kenndu okkur að það gengur ekki upp. Kílóin hratt af og svo..... Stundum eins og að fá grjótið í andlitið. Óttinn við skort veldur græðgi, óttinn við græðgina leiðir af sér boð og bönn og áframhaldandi skortstöðu.
.
Át stjórnast oft af öðrum tilfinningum en vinkonunum Svengd og Seddu - kannske erum við frekar reið, eða leið. Að borða eða borða ekki er e.t.v. vakið af sjónáreitinu „girnilegur matur“, eða hugsunum eins og „bannað – ógeðslega fitandi“ „ég verð að borða minna“.
.
Ætlum við að elska okkur og líkamann bara þegar hann er orðinn eitthvað; Elskum við barnið okkar nokkuð fyrr en það fer að brosa, þegar það hættir að skríða og fer að ganga, þegar það kann að lesa, eða er orðið proffi í einhverju?!
.
Tengsl okkar við tilfinningar, bæði líkama og sálar, eru oft raskaðar. Við getum verið illa læs, eða næm á þarfir okkar og kenndir, enda oft þrautþjálfuð í að þagga niður í þeim og hundsa.
.
Sjálfsvirðing og sátt eru lykilatriði. Þegar við friðmælumst við okkur sjálf, lærum að virða tilfinningar og göngum í takt við þarfir okkar og eðli fremur en að þverskallast við lögmálin, þá eru góðir hlutir að gerast. Það er ánægjulegt að fylgjast með röskun færast nær jafnvæginu og „dis“ið víkja sem forskeyti á „order“. Það geta allir náð bata - fyrsta skrefið er oft að leita hjálpar. Það er alltaf til leið út.
.
Heiðdís Sigurðardóttir, sálfræðingur

Þessi pistill birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. nóvember 2014