Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Reglubundin hreyfing bætir líðan og lífsgæði. Hreyfing liðkar og styrkir líkamann, eykur úthald og leiðir til framleiðslu vellíðunarhormónsins endorphine
Margbreytileiki mannlífsins Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 0
LélegGóð 

Samlífsmunstur fólks er breytingum háð. Áður fyrr var litið á þá sem bjuggu saman undir einu þaki, snæddu saman og unnu saman að framleiðslustörfum á býlinu sem eina heild. Rétt fyrir aldamótin 1900 áttu sér stað miklar þjóðfélagsbreytingar við þéttbýlismyndun í landinu. Pör, sem oft höfðu verið vinnuhjú eða fullorðin börn á býlum fluttu að sjávarsíðunni með börn sín og sjávarplássin urðu til. Þetta fólk var einskonar útflytjendur frá stórfjölskyldum sínum og fengu seinna heitið kjarnafjölskyldur. Það bar með sér menningu og gildismat genginna kynslóða.

Margbreytilegar fjölskyldur

Stöðugar þjóðfélagsbreytingar koma fram í breytingum á fjölskyldunni. Nú á tímum fjölgar hjónaskilnuðum og fólk velur sér sína eigin fjölskyldugerð. Samfara skilnuðum stofnar fólk til nýrra parsambanda, jafnvel oftar en einu sinni. Fjöldi heimila með einu foreldri eða einum einstaklingi eykst. Þessi breyting hefur gífurleg áhrif á einstaklingana, bæði börn og fullorðna. Þessar fjölskyldur bera einnig með sér menningu og gildismat genginna kynslóða. Margar þeirra líða vegna erfiðra tilfinninga þar sem lífsmunstur þeirra samsvarar ekki eigin gildismati eða gildismati samfélagsins. Ríkjandi gildismat segir að ekki eigi að skilja, það eigi að eignast börn og ekki búa einn. Best sé að eyða ævinni með sama maka og að skilnaðir séu vondir fyrir börnin. Fólk þjáist af sektarkennd og tilfinningu þess að hafa misheppnast. Börnin bera menjar þessara tilfinninga.

Viðhorf samfélagið

Viðhorf samfélagsins þurfa að einkennast af umburðarlyndi, skilningi og virðingu fyrir því lífi sem lifað er. Það þarf að meta það sem fjölskyldur leggja að mörkum og hlúa þannig að þeim að styrkleikar þeirra nái að blómstra. Fólk þarf að geta fundið samræmi milli þess hvernig það lifir og hvernig því finnst að gott líf eigi að vera. Með því móti eru forsendur lagðar fyrir farsæla aðlögun fólks að síbreytileika samfélagsins hvort heldur sem um fullorðna eða börn er að ræða.

Þuríður Hjálmtýsdóttir Sálfræðingur

Pistill þessi birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 20.10.2014