Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mjög miklar líkur eru á bata þegar fólk sem þjáist af þunglyndi sækir gagnreynda sálfræðilega meðferð hjá sálfræðingi.
Er hægt að fyrirgefa framhjáhald? Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 15
LélegGóð 

Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að helsti vandi óhamingjusamra para er vantraust og svik. „Get ég treyst þér til þess að vera til staðar og hlusta á mig þegar ég er í uppnámi?

Get ég treyst þér til þess að halda ekki framhjá mér?“

Þegar fólk er spurt að hverju það sé að leita að í fari maka er traust númer eitt. Ekki það að viðkomandi sé kynþokkafullur eða myndarlegur. Það sem virðist skipta mestu máli er að geta treyst.

 

Hætta er á framhjáhaldi þegar par er orðið fjarlægt hvort öðru. Þau forðast að tjá tilfinningar sínar við maka sinn til

þess að koma í veg fyrir ágreining. Þau eru hætt að vera til staðar fyrir hvort annað. Með tímanum myndast ennþá meiri fjarlægð á milli þeirra og þeim finnst þau vera vanrækt í sambandinu.

Þegar þetta gerist þá aukast líkurnar á að fólk leiti sér að einhverjum sem hlustar, hrósar þeim og hlær að brandörum þeirra. Það leiðir svo til neikvæðs samanburðar við maka sem eykur líkur á réttlætingu fyrir að halda framhjá.

Ef þú hefur komist að því að maki þinn hélt framhjá er líklegt að þér finnist heimurinn hafa hrunið. Það getur verið að þú velti fyrir þér hvort að sambandið geti lifað þetta af. Ef að þú ert þolandi þá er erfiður tími framundan. Að komast að því að manneskjan sem þú elskar hafi farið á bak við þig getur leitt til þess að þú eigir erfitt með svefn, fáir endurupplifanir, þunglyndi, ágengar hugsanir, verðir tilfinningalega dofin/n, efist um sjálfa/n þig og fáir kvíða. Þetta eru allt sömu einkenni og fylgja áfallastreitu.

 

Ráðið að „fyrirgefa og gleyma“ á alls ekki við hér! Til þess að bjarga sambandinu verður gerandinn að þola þörf makans til þess að skoða til dæmis símann hans eða facebook. Gerandinn þarf að átta sig á því að þetta eru eðlileg einkenni áfallastreitu. Hann verður að vera þolinmóður og átta sig á að sökin er hans. Hann þarf að hlusta og hafa samkennd með maka sínum og þeim sársauka sem hann hefur valdið. Það er ekki hægt að byggja upp traust aftur án stöðugrar sönnunar um að viðkomandi sé treystandi aftur. Mikilvægt er að axla ábyrgð á gjörðum sínum því það græðir sambandið.

 

Að jafna sig eftir framhjáhald er langt og erfitt ferli en par getur komist í gegnum það. Það getur jafnvel skapað sér hamingjusamara samband. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að það er hægt að fyrirgefa framhjáhald ef að gerandinn axlar ábyrgð og parið vinnur saman að því að byggja upp traust aftur.

 

Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sálfræðingar

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 22.07.2014