Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Megin markmiðið næringarráðgjafar er að kenna fólki að veita líkamanum þau næringarefni sem hann þarfnast og stuðla þannig að heilbrigði. Einnig er markmiðið að veita næga orku til viðbótarhreyfingar sem veitir andlega og líkamlega vellíðan.
Oh þú ert svo meðvirk!! Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 14
LélegGóð 

Flestir hafa heyrt einhvern segja að einhver annar sé meðvirkur. Þetta er oftast sagt í niðrandi og pínu skömmunartón, eins og verið sé að ávíta barn. Þetta er álitin neikvæð hegðun og fólk á að vita betur, eða fara á námskeið og læra að vera ekki meðvirkt.

Meðvirk hegðun er ekki gagnleg né uppbyggileg, hvorki fyrir þann sem er meðvirkur né fyrir þann sem meðvirknin beinist að. Meðvirkni felur í sér að ein manneskja samþykkir eða felur skaðlega hegðun annarrar manneskju. Meðvirk manneskja setur ekki mörk og á erfitt með að standa með sjálfri sér af ótta við höfnun, reiði eða áfellisdóm umhverfisins eða manneskjunnar sem hún er meðvirk með.

Lykilorðið þarna er ótti. Meðvirkni er hegðun sem hefur þróast í aðstæðum sem hafa valdið ótta, meðvirkni eru bjargráð manneskju í erfiðum aðstæðum og hafa hjálpað henni í gegnum þessar aðstæður. Meðvirkni var á einhverjum tímapunkti nauðsynleg og mjög gagnleg í lífi þessarar manneskju þegar hún hafði ekki möguleika á útgönguleið, oftast í bernsku. Þegar hún er komin á fullorðinsár er hegðunin orðin sjálfvirk og hægara sagt en gert að brjótast út úr þessu hegðunarmynstri.

Með góðum stuðningi og hjálp er hægt að breyta sjálfvirkninni, brjóta upp mynstur meðvirkrar hegðunar og öðlast frelsi. Frelsi til að lifa sínu lífi á sínum forsendum, setja öðru fólki mörk og velja sjálfur. Fólk sem vinnur sig út úr meðvirkni situr eftir með ótrúlegan styrkleika, það er einstaklega næmt á líðan annarra og umhverfið allt. Það þekkir muninn á meðvirkni og hjálpsemi. Það er fært um að velja sjálft hvort það vilji vera til staðar fyrir aðra manneskju af einskærri góðmennsku og hjálpsemi, ekki af ótta heldur af því það velur það sjálft.

Meðvirkni er að verða eitt ofnotaðasta hugtak samfélagsins og stundum virðist sem önnur hver manneskja sé meðvirk. Að vera fastur í sjálfvirkni meðvirkrar hegðunar er mjög sárt og erfitt og veldur miklum vandamálum og vanlíðan en varastu að rugla saman meðvirkni og hjálpsemi. Farðu varlega í að dæma aðra manneskju sem meðvirka þegar þú þekkir ekki allar forsendur, hún hefur kannski valið sjálf að hjálpa eða vera til staðar fyrir aðra manneskju af góðmennsku, ekki ótta og það er einungis manneskjan sjálf sem þekkir forsendurnar á bak við hegðunina.

Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 10. júní 2014