Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Hugræn atferlismeðferð við svefnleysi er árangursríkari en svefnlyf. Að meðaltali bætir hugræn atferlismeðferð svefn hjá um 80-90% af þeim sem ganga í gegnum slíka meðferð.

Hún veit ekki lengur hver hún er Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 13
LélegGóð 

Sigrún var lífsglöð manneskja með drauma og vonir, hún var ávallt dugleg að sinna áhugamálum sínum, fjölskyldu og vinum. En einn daginn missti hún allan áhuga Anna Sigurðardóttir sálfræðingurá að sinna þessum málum, hún upplifði endalausa þreytu, orkuleysi og depurð. Hún átti erfitt með að sinna vinnu, heimilishaldi og grunnþörfum sínum eins og að fara á fætur, tala eða borða. Sigrún tók eftir því að hugsanir hennar voru mjög niðurbrjótandi og neikvæðar í eigin garð. Henni fannst hún ómöguleg í alla staði og jafnvel að hún væri ekki góð manneskja. Hún fann fyrir sífelldu samviskubiti, pirringi og átti erfitt með að taka ákvarðanir um minnstu málefni.

Verstu stundirnar voru þegar Sigrún gat ekki séð neinn tilgang með tilveru sinni, þrátt fyrir góða fjölskyldu og vini. Hún var hrædd við að segja frá líðan sinni af ótta við að fólk hafnaði henni ef það vissi hvað hún væri í raun orðin ólík sjálfri sér. Hún óttaðist líka að vinir hennar gæfust upp á henni að lokum þar sem hún var hætt að hitta þá eins og hún hafði áður gert. Sigrún upplifði einnig ótta við að allar þessar neikvæðu hugsanir sem hún hafði í eigin garð gætu verið sannar, að hún væri í raun einskis virði.

Sigrún var svekkt út í sjálfa sig yfir því að vera lent á þessum stað, alltaf svo döpur og vonlaus. Hún, sem hafði ávallt verið vön að getað rifið sig upp þegar henni leið illa, gat það ekki núna. Henni fannst hún vera búin að vera svo lengi svona, svo ólík sjálfri sér. Henni fannst hún hafa týnst frá því að vera sú manneskja sem hún hafði alltaf verið.

Þessi litla saga hér að ofan er dæmi um einstakling sem upplifir einkenni þunglyndis. Einkenni þunglyndis hafa mjög víðtæk og neikvæð áhrif á daglegt líf, hugsun, líðan, líkamsviðbrögð og hegðun fólks. Orsakir þunglyndis geta verið margar s.s erfðir, umhverfi, ofl. Talið er að brotin sjálfsmynd og neikvæð lífsreynsla geti einnig gert okkur viðkvæmari fyrir því að þróa með okkur þunglyndi.

Í sálfræðimeðferð eru kenndar aðferðir og verkfæri til að takast á við þunglyndi, skoðaðar eru orsakir vandans, viðhaldandi þættir og unnið er að því að fyrirbyggja bakslög. Aðferðirnar og verkfærin tekur fólk síðan með sér og heldur áfram að tileinka sér eftir að meðferð líkur. Aðferðir sem hafa sýnt góðan árangur við meðhöndlun á þunglyndi eru Hugræn atferlismeðferð (HAM), gjörhygli (MBCT) og Samkenndarsálfræði (CFT). Á námskeiðinu „Betra sjálfstraust í yfirþyngd“ hjá Heilsustöðinni er unnið með þessar aðferðir til að byggja upp jákvæðari sjálfsmynd og draga úr þunglyndis- og kvíðaeinkennum.

Anna Sigurðardóttir sálfræðingur