Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mjög miklar líkur eru á bata þegar fólk sem þjáist af þunglyndi sækir gagnreynda sálfræðilega meðferð hjá sálfræðingi.
Óboðinn gestur í veislu lífsins Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 10
LélegGóð 

Hefurðu upplifað eins og þú sért fastur í neikvæðum tilfinningum og hugsunum, og náir ekki að lifa lífinu þínu eins og þú vilt? Líkjum um stund lífinu við veislu og skoðum hvernig manneskjan nálgast innri þjáningu oft eins og óboðinn gest sem vísa þarf úr veislunni. Er kannski betra að nálgast hinn óboðna gest með öðrum hætti?

Ímyndaðu þér að þú bjóðir öllum vinum þínum í veislu. Vegna þess að þú vilt stóra og skemmtilega veislu þá segirðu við vini þína að þeir megi bjóða öðrum. Þegar komið er að veislunni byrja gestirnir að koma hver af öðrum þar til allir sem þú vonaðist eftir eru komnir. Þú skemmtir þér konunglega. Skyndilega hringir dyrabjallan. Í veisluna er kominn gestur sem þú vildir alls ekki að kæmi. Þetta er nágranni þinn sem er einn mest pirrandi maður sem þú þekkir, bæði dónalegur og skapvondur. Hann gengur rakleiðis inn án þess að heilsa og er leiðinlegur við gestina. Þér finnst þetta vandræðalegt og óþægilegt. Það kemur að því að þú ert búin að fá nóg og vísar nágranna þínum út.

Þegar hann er farinn er þér létt og nærð aftur að njóta þín með vinum þínum, en eftir nokkra stund heyrirðu aftur í dyrabjöllunni. Nágranninn er kominn aftur. Áður en þú getur stöðvað hann þá opnar hann dyrnar og hraðar sér til gestanna. Þú vísar honum aftur á dyr og ákveður nú að tryggja að hann trufli ekki aftur veisluna þína með því að vakta útidyrnar. Þetta gengur ágætlega en eftir nokkra stund áttarðu þig á því að þú ert að missa af þinni eigin veislu. Þú heyrir í gestunum úr fjarlægð skemmta sér og vilt vera með en vegna þess að þú þolir ekki nágranna þinn þá viltu passa að hann komist ekki inn. Eftir nokkra stund áttarðu þig á því hvað veislan og vinir þínir er þér mikilvæg. Þú ferð aftur til vina þinna og ákveður að ef nágranni þinn kemur aftur þá verði bara að hafa það.

Eftir nokkra stund kemur nágranni þinn aftur og er jafn pirrandi og áður, en núna nálgastu vandamálið með öðrum hætti. Þú hendir honum ekki út og reynir ekki að hunsa hann en heldur áfram að gera það sem þú vilt gera, tala við vini þína. Eftir nokkra stund tekurðu eftir því að jafnvel þótt nágranni þinn sé þarna ertu að skemmta þér ágætlega. Það væri betra ef hann færi en þú ert allavega ekki fastur við útidyrnar og missir af veislunni. Þú tekur einnig eftir því að þegar þú ert ekki stöðugt að reyna að losna við hann þá róast hann svolítið og fer að sýna á sér betri hliðar, eitthvað sem þú hélst jafnvel að hann ætti ekki til. Þú hugsar: „Hvað ætti ég að gera næst við svona aðstæður?“

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 16. desember 2013

Haukur Sigurðsson

Sálfræðingur