Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Á hverjum tíma þjást 10-15% af fólki af langvarandi svefnleysi, eða um 30-45 þús Íslendingar.
Jólastress Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 9
LélegGóð 

Margir geta eflaust verið sammála því að jólaundirbúningnum fylgir bæði tilhlökkun og Anna Sigurðardóttir sálfræðinguraukið álag. Álagið er helst tilkomið vegna þeirra mörgu verkefna sem bætast á þau hversdagslegu sem fyrir eru. Margir upplifa því að spennan fyrir jólunum sé neikvæð. Þeir finna fyrir pirringi, eirðarleysi og áhyggjum sem gera vart við sig jafnvel mánuðum fyrir jól. Hugurinn virðist vera á fullri ferð allan daginn, upptekin við að skipuleggja og sjá fyrir allt sem gera þarf.

Þeir sem upplifa streitu fyrir jólin setja oft miklar kröfur á sjálfan sig varðandi öll þau verkefni sem þeim finnst þeir þurfa, eiga og verða að ljúka við. Sumum finnst jafnvel ekki vera hægt að halda jól fyrr en það er búið að baka ákveðið margar sortir af smákökum eða þrífa allt hátt og lágt. Jafnframt fylgir slíkri streitu oft peningaáhyggjur vegna jólagjafainnkaupa sem þurfa að fara fram fyrir settan dag. Margir upplifa að ef ekki næst að klára öll þessi verkefni sé ekki hægt að njóta jólanna til fulls og jafnvel að þeir hafi ekki staðið sig gagnvart fjölskyldunni né sjálfum sér.

Fleiri kvíða- og streitueinkenni fara að gera vart við sig t.d aukin vöðvaspenna og skjálfti, þreyta, einbeitingarskortur og svefntruflanir. Samskipti geta orðið brösulegri og fólk upplifir að það sé farið að æsa sig óþarflega mikið yfir hlutunum og jafnvel farið að sýna reiði og æsing oftar en ella.

Þá sem langar að upplifa meiri tilhlökkun og minni streitu við jólaundirbúninginn geta nýtt sér eftirfarandi aðferðir. Forgangsröðun verkefna getur létt lund þegar þeim er raðað eftir mikilvægi, getu og tíma sem og hjálpað okkur að grisja út þau verkefni sem eru óþörf. Að deila verkefnum með öðrum í fjölskyldunni minnkar álag á hvern og einn og þá vinna allir saman að því að eiga gleðileg jól. Einnig er gott að temja sér að ræða við sjálfan sig með orðunum “ég vil” og “mig langar” að gera hitt og þetta í stað þess að setja óþarfa pressu með orðunum “ég verð” og “ég skal”. Að lokum er gott að minna sig á, að ef óttinn og áhyggjurnar fara að gera vart við sig, þá er hægt  að ná aftur hugarró með því að tala við sjálfan sig eins og við værum að tala við okkar besta vin, á róandi og hvetjandi máta. Lausnarmiðað hugarfar minnkar streitu og áhyggjur og með aukinni æfingu verður auðveldar að öðlast hugarró.

Anna Sigurðardóttir sálfræðingur