Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mikil streita á vinnustað getur tvöfaldað líkur á því að deyja af völdum hjartasjúkdóma.
Jólin nálgast og það er ekki séns að ég komist í jólakjólinn!! Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 2
LélegGóð 

Ert þú ein af þeim sem hafði háleit markmið fyrir haustið? Nú yrði sko tekið á því, lífstíllinn tekinn í gegn og kílóin myndu fá að fjúka. Þú yrðir sko flottasta gellan í jólaboðinu svo ég tali nú ekki um í áramótapartýinu.

Ef þetta hefur eða er að takast hjá þér, frábært og til hamingju með það, þú ert hugsanlega í hópi þeirra fáu einstaklinga sem tókst það að þessu sinni. Ef þér aftur á móti líst ekki á blikuna, tíminn hefur einhvern veginn flogið fram hjá þér og þetta hefur enn einu sinni ekki gengið nógu vel, þá gæti verið kominn tími til að skoða málin betur. Hvað gerðist, hvað fór úrskeiðis?

Hugsanlega byrjar þú á því að líta í eigin barm og ásaka sjálfa þig: “Týpískt ég, klúðra þessu alltaf”, “Ég næ þessu aldrei”, “Af hverju tekst Stínu þetta en ekki mér?”, “Það er eitthvað að mér”. Svo ferðu kannski yfir í lausnirnar: “Ég þarf bara að vera duglegri”, “Ég þarf að skipuleggja tímann betur”, “Ég verð að ná betri sjálfsstjórn”, “Ég verð að vera harðari við mig” o.s.frv.

Ef þú kannast við þetta þá vil ég biðja þig um að staldra aðeins við og spyrja sjálfa þig einnar spurningar: “Hefur þessi hugsanaháttur gagnast mér vel hingað til, hefur þetta borið árangur?”

Ef ekki er hugsanlegt að þú sért ítrekað að byrja á vitlausum enda, það er að vinna með afleiðingar vandans en ekki rót vandans. Afleiðingar vandans geta verið óheilsusamlegt mataræði og/eða hreyfingarleysi en rót vandans getur verið neikvæð sjálfsmynd eða skortur á sjálfstrausti.

Það er oft erfitt að koma auga á hvað er að hamla okkur, hvað þá að breyta sjálfsmyndinni okkar. Við upplifum okkar eigin sjálfsmynd sem staðreyndir. Við upplifum oftast að við erum bara svona og að það sé ekkert hægt að breyta því. Til að ná fram varanlegum breytingum í átt að heilsusamlegu lífi þar sem þú ert sátt og ánægð með sjálfa þig er mikilvægt að vinna með sjálfsmyndina. Einstaklingur með jákvæða mynd af sjálfum sér hefur aukið sjálfstraust og er virkari þátttakandi í lífinu almennt. Það er því oft nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðstoð fagfólks þegar rót vandans liggur svona djúpt í okkar innsta kjarna. Við hjá Heilsustöðinni vinnum mikið með fólki í að öðlast sterkari og jákvæðari mynd af sjálfu sér, byggja upp betra sjálfstraust og um leið auka lífsgæðin.

Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu þann 26.11.2012