Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Megin markmiðið næringarráðgjafar er að kenna fólki að veita líkamanum þau næringarefni sem hann þarfnast og stuðla þannig að heilbrigði. Einnig er markmiðið að veita næga orku til viðbótarhreyfingar sem veitir andlega og líkamlega vellíðan.
Áhættumat sálfélagslegra þátta á vinnustaðnum

Sálfélagslegir áhættuþættir á vinnustaðnum eru þættir í starfsumhverfinu sem hafa áhrif á líðan, heilsu og árangur starfsmanna. Samkvæmt vinnuverndarlögum er atvinnurekendum skylt að sjá til þess að áhættumat sé framkvæmt þar sem sálfélagslegir áhættuþættir eru meðal annars skoðaðir.

Neikvætt sálfélagslegt umhverfi á vinnustaðnum hefur margbreytilegar neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fjárhagslegur kostnaður getur verið umtalsverður vegna neikvæðs vinnustaðamórals, skertrar starfsgetu, minni framleiðni, forfalla og veikinda.

Fyrirtækjaþjónusta Heilsustöðvarinnar framkvæmir sálfélagslegt áhættumat fyrir fyrirtæki og stofnanir og veitir ráðgjöf um úrbætur í samræmi við niðurstöður matsins. Með þessu stuðla fyrirtæki og stofnanir að sálfélagslega heilbrigðum og öruggum vinnustað sem skilar sér í ávinningi á borð við:

  • Aukna framleiðni og árangur
  • Aukna tryggð og skuldbindingu starfsmanna
  • Færri veikindadaga
  • Minni starfsmannaveltu
  • Öflugri nýliðun

 

 

Sendið fyrirspurnir og beiðnir vegna þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á netfangið firma@heilsustodin.is