Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Flestir þeir sem þjást af þunglyndi fá ekki viðeigandi meðferð, annað hvort vegna þess að þeir leita sér ekki hjálpar eða vegna þess að vandamálið er ekki meðhöndlað með réttum hætti af þeim sem leitað er til.
Okkar innri viska Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 2
LélegGóð 

Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingurEitt af hollráðum Hugós sálfræðings til foreldra er að segja við barnið; “komdu, ég þarf að hlusta á þig”. Umgengni okkar við líkamann einkennist oft af því gagnstæða; valdbeitingu, boðum og bönnum undir formerkjum óttans um að annars færi allt gersamlega úr böndunum. Tilfinningar, t.d. reiði eða hungurtilfinning eru skilaboð um innra ástand eða þörf, sem er eðlilegt að bregðast við á viðeigandi hátt. Viðbrögð okkar eru oft “þegi þú ég ræð”.  “Ég vil þagga niður í þessum sendiboðum”; Töfralausnirnar auglýsa “hungurtilfinningin hverfur”!

Er ekki vænlegra að vinna með okkur sjálfum, frekar en á móti  - hlusta á eigin tilfinningar og innri visku líkamans eins og börnin okkar? Elska okkur inn í vellíðan frekar en að hata okkur og hræða  út úr vandanum?  Valið snýst um að elska sig nægjanlega til að veita sér heilbrigt atlæti.

Mörgum þykir seinlegt og “óttalega glatað” að ná jafnvægi, vellíðan og heilbrigði með því að friðmælast við sjálfan sig, virða tilfinningar sínar og næra líkama og sál.  En skyndilausnirnar hafa yfirleitt reynst aðeins það; gott smástund en verra seinna; 100% lán, þá fæ ég dótið strax, en það kostar;  “Kílóin fuku” í átakinu en skella á aftur og oft fleiri en þau sem fóru; Sterar eru mun fljótlegri leið til að fá flotta vöðva heldur en mánuðir í ræktinni, en það kostar - kannske heilsuna og lífið. “Það er skammgóður vermir að pissa í skóinn” segir máltækið, en mér hlýnar strax á fótunum og fyrr en þér sem gengur rösklega heim og ferð í hlýja sokka, en ég get alltaf stoppað í hverri sjoppu og keypt mér drykk svo ég geti pissað aftur.

Þetta er val og sumum henta skyndilausnir stundum. Eigum við að æfa okkur í að nota oftar atviksorðin yfirleitt, oft, stundum og sjaldan, en sjaldnar alltaf og aldrei, þótt þau eigi sannarlega einstaka sinnum við?! Svart-hvítt er á sinn hátt “einfaldara” (kannske líka fljótvirkt, öruggt og án parabena!?), en er ekki skemmtilegra að hafa allt litrófið? Er það ekki líka nær raunveruleikanum? Hlustum við alltaf á sömu tónlistina; hvað með að leika oftar á allan skala bragðlaukanna, frekar en aðallega tóninn “sætt”? Hann má samt alveg stundum hljóma! Njótum fjölbreytileikans á sem flestum sviðum.

Við verðum ekki að gera eitt eða neitt, en ef við veljum og viljum og okkur langar, þá vill svo skemmtilega til að þá er okkur það ljúft, við leyfum verkefninu að taka sinn tíma, náum árangri og gerum það með brosi á vör.

Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur