Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Reglubundin hreyfing bætir líðan og lífsgæði. Hreyfing liðkar og styrkir líkamann, eykur úthald og leiðir til framleiðslu vellíðunarhormónsins endorphine
Mín fjölskylda á að vera fullkomin! Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 1
LélegGóð 

Foreldrahlutverkið getur verið mjög gefandi og skemmtilegt. Það koma þó alltaf þær stundir þegar kröfur og álag hversdagsleikans auka streituna hjá okkur.  Þegar kröfurnar um að standa sig í foreldrahlutverkinu bætast ofan á getur verið stutt í pirring, reiði, kvíða, vonleysi og jafnvel uppgjöf. Þessi spenna sem myndast hjá okkur vegna þeirra fjölmörgu hlutverka sem við gegnum er hluti af þeim veruleika sem við búum við. Þess vegna er mikilvægt að við lærum að bregðast við og leysa úr þessari spennu, áður en allt keyrir um koll og streitan nær yfirhöndinni.

Flest höfum við ákveðnar væntingar um  það hvernig okkar fjölskyldulíf eigi að vera og við þekkjum flest áhyggjurnar af því hvort við séum að gera rétt, við viljum jú að börnin okkar vaxi og dafni og fái öll möguleg tækifæri í lífinu. Það er þó mikilvægt að læra að það er ekki til fullkomið foreldri frekar en fullkomið barn. Öll börn eru óþekk einhvern tíman og við gerum öll mistök sem foreldrar. Að ætla að skapa hina fullkomnu fjölskyldu getur sannarlega komið í veg fyrir að við njótum þeirrar fjölskyldu sem við höfum.  Mikilvægt er að muna að hver einasti fjölskyldumeðlimur er einstakur og lykilatriði er að meðtaka þá sem slíka með öllum þeirra kostum og göllum. Ef við elskum, hvetjum og styðjum hvert annað eru meiri líkur á að börnin okkar öðlist sjálfstraust og hafi sterkari sjálfsmynd.

Það er oft erfitt að finna tíma í yfirbókuðu lífinu. Það er þó það mikilvægasta, bæði að finna tíma fyrir okkur sjálf og fyrir fjölskylduna. Njótum dagsins í dag og hvers annars, bæði kostanna og gallanna, góðu og slæmu daganna.

Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur