Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mörg verkalýðsfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja meðferð hjá sálfræðingi.
Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur gengur til liðs við Heilsustöðina Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 27
LélegGóð 

Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur hefur gengið til liðs við Heilsustöðina. Mjöll lauk B.A. námi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og Cand. Psych. prófi frá Háskólanum í Árósum árið 2012. Mjöll hefur sótt námskeið og fyrirlestra á sviði áfallameðferðar og heilsusálfræði ásamt því að sækja ráðstefnur um sitt sérsvið.

Mjöll starfaði á Klinik for OCD og Angstlidelser (kvíðameðferðarstöð) í starfsnámi sínu í Danmörku. Hún er í samstarfi við Hjartamiðstöðina og veitir skjólstæðingum þeirra, hjartasjúklingum og mökum, sálfræðimeðferð og ráðgjöf. Mjöll hóf störf hér á Heilsustöðinni í júní 2013. Mjöll er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Mjöll hefur sérhæft sig í að veita þeim stuðning sem eru að takast á við veikindi en einnig mökum þeirra og fjölskyldu. Þá hefur hún sérhæft sig í meðferð við kvíða, þunglyndi, streitu, áfallastreitu og stuðning við fólk með verki. Mjöll hefur mikla reynslu af námskeiðahaldi og fræðslu ásamt því að styðja við langtíma atvinnulausa.