Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Reglubundin hreyfing bætir líðan og lífsgæði. Hreyfing liðkar og styrkir líkamann, eykur úthald og leiðir til framleiðslu vellíðunarhormónsins endorphine
Eðli (viti) okkar fjær? Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 1
LélegGóð 
þriðjudagur, 26.mars 2013

Áður fyrr var eðlileg hreyfing hluti af okkar daglega lífi, en kyrrseta einkennir nútímann.  Við keyrum flestra okkar ferða, helst upp að dyrum; lyftur á milli hæða; hlutir í þægilegri hæð og nálægð; fjarstýringar svo við þurfum ekki að standa upp úr sófanum; margs konar tæki og tól okkur til hagræðis.  Leikir barnanna eru að færast yfir á skjáinn; þar geta þau farið í eltingaleik, bolta, ferðalög og fjársjóðsleit með því að hreyfa aðallega augun og puttana.  Þessi þægindi skapa ákveðin vanda sem við leysum með því að aka á tiltekna staði til að kaupa okkur líkamlega áreynslu.

Markaðurinn hvetur okkur til að „hlaupa og kaupa“ „fá núna, borga seinna“. Í mataræði er vinsælt „skyndi“- þetta og hitt, „fljótvirkt“ „auðmelt“ „einfalt“, helst í duftformi.  Erum við svona mikið í tímaþröng? Erum við stundum að vinna lengur en ella, til að fjármagna dótið sem átt að gera lífið þægilegra; „Ég hef ekki tíma til að vera með þér barnið mitt, því ég þarf að vinna fyrir tölvunni svo þú hafir eitthverja afþreyingu  á meðan ég er í vinnunni“ Úps!!

Rousseau, tjáði ótta sinn um að mankynið færi sér að voða með uppfinningum sínum og tækni. Hann taldi að maðurinn ætti að tengjast náttúrunni og lifa í sem fyllstu samræmi við eðli sjálfs sín.  Hann þráði einfaldara og eðlilegra líf, þar sem maðurinn væri herra kunnáttu og tækni, en ekki þræll  þeirra.  Menn voru upphaflega góðir meðan þeir voru í náttúruástandinu, en hafi svo spillst af menningunni – fremur en öfugt, sem var ríkjandi viðhorf þess tíma.

Viljum við afturhvarf til fortíðar, burt með tækni, framfarir og hraðann? Tæplega. Í sumum tilvikum höfum við farið til baka; Beinir,  breiðir og sléttir vegir reyndust sums staðar hættulegir og við gerðum þá aftur hlykkjótta, þrönga og með hraðahindrunum. En við erum þakklát fyrir að eiga t.d bráðamóttöku og að þangað liggi „beinn og breiður vegur“ fyrir hraðskreiðan sjúkrabíl. Við kunnum einnig að meta að geta sest uppí stálfugl sem flýgur með okkur til Langtíburtistan.

Er kannske farsælt að hafa í heiðri gildin fjölbreytni, meðalhóf og jafnvægi; Líf í takt við okkar innra eðli og frumþarfir eins og næringu, hreyfingu og hvíld; samneyti og tengsl við fjölskyldu og vini og að finna sig gildandi þátttakanda í samfélaginu?
Nútíminn er flóknari og valkostirnir fleiri, tökum við því ekki fagnandi að eiga um margar leiðir að velja?

Heiðdís Sigurðardóttiir, sálfræðingur