Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Streita, kvíði og þunglyndi veikir ónæmiskerfið. Mikil streita, kvíði og þunglyndi eykur því t.d. líkur á því að kvefast.
Mataræði í jafnvægi og sátt við líkama og sál Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 0
LélegGóð 
mánudagur, 17.desember 2012

Um bókina „Orð, krydd og krásir“ segja höfundar “samveruna við matarborðið og kærleikann sem lagður er í matargerðina skipta öllu máli“. Upp í hugann kom frétt um skólabörnin sem fengu upphitaðan, langt að kominn mat.  Getum við ekki bætt okkur hvað varðar virðingu og umhyggju fyrir manneskjunni og grunnþörfum líkamans fyrir næringarríkar, reglulegar máltíðir og tíma til að  njóta þeirra? Erum við að borða á hlaupum, upptekin við e-ð annað en máltíðina, við tölvuna, með blaðið, eða í bílnum? Tókum við kannske ekki eftir því hvað við vorum að borða? Erum við ekki að virða svengdar- og seddutilfinningjar, eða hvernig okkur verður af matnum? Stundum erum við svo önnum kafin við að afla tekna fyrir hinu daglega brauði að við megum ekki vera að því að setjast niður og borða þetta sama brauð!

Þrátt fyrir tímaleysi hversdagsins, þar sem við veljum oft skyndibitann, e-ð einfalt og fljótvirkt, þá er fólk jafnan að leggja hug og hjarta í jólamatinn. Undirbúningurinn er oft langur og sumir fara á fjöll og veiða. Fjölskyldan tekur sameiginlegar ákvarðanir um hvað eigi að hafa í matinn; verslar, bakar, matbýr, smakkar til og ber fram. Við höfum í hávegum hefðirnar og upplifum minningar liðinna jóla, söknum, gleðjumst og hlökkum til. Við njótum þess að vera prúðbúin og í hátíðaskapi. Dáumst að fagurlega dekkuðu veisluborði. Maturinn lítur æðislega út, ylmurinn „er svo lokkandi“. Kjötið er safaríkt og meyrt, bragðið unaðslegt. Eftirrétturinn gómsætur. Við gefum okkur góðan tíma til að njóta matarins og upplifa stundina með ástvinum okkar. Það kemur að því að við finnum að við erum orðin eðlilega södd. Okkur er auðvelt að hætta vitandi það að það verður alltaf til nóg fyrir okkur að njóta. Við viljum ekki troða okkur út, ekki frekar en við óskum neins sem okkur þykir vænt um að honum verði bumbult og illt. Þvert á móti viljum við að honum verði gott af því sem við bjóðum honum uppá,  við segjum „verði þér að góðu“ - „vel gagnist“ segja færeyingar.

Mættum við sem oftast eiga slíkar stundir, þar sem við stöldrum við, njótum og verum til í núinu. Upplifum þakklæti til gjafa umheimsins og Móður Náttúru sem nærir okkur og styður og við umgöngumst af ást og virðingu. Liggur okkur nokkuð svo á? Er lífið „hraðferð frá vöggu til grafar“? Má það ekki stundum vera „staður til að fá sér sæti í sólskininu“?

Njótið hátíðarinar!

 

Birt í Morgunblaðinu 17/12/2012