Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Það að horfa á stjónvarp í svefnherberginu eykur líkur á svefnerfiðleikum og svefnleysi.
Kósíheit á aðventunni í fyrirrúmi Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 0
LélegGóð 
sunnudagur, 09.desember 2012

Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingurAðventan, yndislegasti tími ársins, tími tilhlökkunar, eftirvæntingar, samverustunda og notalegheita með fjölskyldu og vinum. Allt fær á sig hátíðlegan blæ, jólaljósin tindra og lýsa upp skammdegið. Jólagleði, jólaföndur, jólatónleikar og ilmur af nýbökuðum smákökum og krásir á öllum borðum. Jólasnjónum kyngir niður og fólk hjúfrar sig inni við kertaljós, kakóbolla og les jólasögur...eða hvað? Þó svo að þetta sé tími sem margir hugsa til með tilhlökkun og gleði þá er þetta einnig tími sem getur einkennst af mikilli streitu og óhófi á margan máta. Aðventan er sá tími sem við notum til að undirbúa jólahátíðina einkum aðfangadagskvöld. Verkefnalistinn er oft langur, allt þarf að vera tipp topp fyrir sjálft jólakvöldið. Öngþveitið eykst smám saman, erfitt er að fá bílastæði, fólk hlaupandi um með lista yfir allar jólagjafirnar sem þarf að kaupa og yfir allt sem þarf að græja og gera fyrir jólin.

Tími er takmörkuð auðlind og oft meira en að segja það að ná öllu því sem okkur finnst að við ættum að gera fyrir jólin ofan á allt annað sem við í rauninni þurfum að gera og skiptir máli í daglega lífinu.

Ef við viljum eiga ánægjuleg jól þurfum við fyrst að átta okkur á því hver tilgangurinn sé fyrir okkur. Hvað er það sem skiptir þig í raun og veru mestu máli á þessum tíma ársins? Prófaðu ef til vill að rifja upp síðustu jólahátíð, hvað var það sem stóð upp úr þá, hvað var ánægjulegast? Á þessu augnabliki, hvar var hugur þinn? Að öllum líkindum varstu virkilega til staðar akkúrat á þessari stundu og naust þess. Að öllum líkindum varstu ekki að hugsa um það sem var liðið eða hugsa um það sem var ógert, þú varst til staðar. Hvað getur þú gert til að eiga ánægjulegri jól? Veltu fyrir þér hvað þú vilt fá útúr jólunum og forgangsraðaðu eftir því. Eyddu mestum tíma í það sem skiptir þig og þína mestu máli og reyndu að vera til staðar í því. Gerðu raunhæfar kröfur og væntingar. Meira er ekki endilega betra. Taktu frekar gæði fram yfir magn. Gerðu aðventuna og jólin að ánægjulegum tíma fyrir þig og þína og vertu til staðar, heilshugar.

Birtist í morgunblaðinu Mánudaginn 3. desember 2012.