Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Sálfræðilegur stuðningur og meðferð getur hjálpað sjúklingum, fjölskyldu og ástvinum að aðlagast lífi með alvarlegum sjúkdómum.
Eðlilegt mataræði Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 0
LélegGóð 
föstudagur, 16.nóvember 2012

Hvað er eðlilegt mataræði?

 • Eðlilegt mataræði einkennist af reglulegum matarvenjum, venjulega þremur máltíðum og þremur millibitum. Að mestu stjórnað af innri merkjum um svengd, matarlyst og seddu

Á hvern hátt stuðlar það að góðri heilsu og vellíðan?

 • Eðlilegt mataræði styrkir tilfinningar okkar um vellíðan.  Við borðum til að fá orku og halda heilsu, einnig okkur til ánægju og í félagslegum aðstæðum ; eftir á líður okkur vel
 • Eðlilegt mataræði þýðir að það sem við veljum er fjölbreytt, í hófi og í jafnvægi
 • Eðlilegt mataræði stuðlar að skýrri hugsun og tilfinningalegu jafnvægi.   Það ýtir undir heilbrigð tengsl  innan fjölskyldunnar, á  vinnustað, í skóla og samfélaginu í heild sinni. Einungis litlum hluta dagsins (etv  10 – 15 %) er eytt í hugsanir um mat, svengd eða þyngd
 • Eðlilegt mataræði styður góða heilsu (heilbrigði) og orku, einnig  heilbrigðan vöxt og þroska barna. Það stuðlar að þyngdarjafnvægi, á stóru bili, sem endurspeglar bæði erfða- og umhverfisþætti

Á hvern hátt er það frábrugðið óeðlilegu mataræði?

 • Óeðlilegt eða raskað átmunstur er óreglulegt og óreiðukennt  (föstur, átköst, megrun, máltíðum sleppt),  en getur einnig þýtt viðvarandi ofát eða vanát;  meira eða minna en líkaminn vill eða þarf.  Í stað þess að líða betur eftir máltíð, er líklegra að viðkomandi líði verr
 • Einkenni eins og þreyta, pirringur, skapsveiflur, alltaf kalt, erfiðleikar með einbeitingu og aukin upptekni af eigin líðan eru algeng.  Hugsanir um mat, svengd og líkamsþyngd yfirtaka 20-65% dagsins, eða meira.  Möguleg heilsufarsvandamál eru mismunandi og háð eðli röskunarinnar. Ójafnvægið eykur hættu á átröskun

Hvernig geta foreldrar stuðlað að eðlilegu mataræði?

 • Boðið uppá fjölbreyttan og næringarríkan mat með reglulegu millibili – ákveðnar máltíðir og millibitar
 • Hjálpað barninu að þekkja tilfinningarnar „svangur“ og „saddur“
 • Veitt gott fordæmi um eðlilegt, heilbrigt mataræði og lífsstíl
 • Haft eftirfarandi í huga:
  • Foreldrar ráða hvað er í boði, hvenær  og hvernig maturinn er framreiddur
  • Börnin ráða hversu mikið þau borða og jafnvel  (undir eðlilegum kringumstæðum) hvort þau borða – en þá er að öllu jöfnu ekkert annað í boði


Heiðdís Sigurðardóttir, sálfræðingur