Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mikil streita á vinnustað getur tvöfaldað líkur á því að deyja af völdum hjartasjúkdóma.
Jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 0
LélegGóð 
föstudagur, 19.október 2012

Flestir ef ekki allir hafa upplifað það að vera streittir og líklega væru flestir sammála því að það er ekki sérstaklega þægileg tilfinning, amk ekki til lengdar. En hvað er streita og hvernig birtist streita?

Sigrún Ása Þórðardóttir,sálfræðingurStreita er raun lífeðlisfræðilegt viðbragð tilkomið vegna streituvalda sem geta verið mjög margvíslegir. Þetta viðbragð er okkur nauðsynlegt, jafnvel lífsnauðsynlegt. Þegar einstaklingur upplifir álag af einhverjum toga fer líkaminn í viðbragðsgír sökum flæðis streituhormóna á borð við kortisón og noradrenalíns sem gera honum kleift að takast á við álagið.

Við tengjum streitu oftast við svokallaða ytri streituvalda sem eru t.d missir, veikindi, álag í vinnu eða aðrir ytri erfiðleikar. Innri streituvaldar endurspegla viðhorf okkar og gildi og eru oft töluvert lúmskari og erfiðari viðureignar.  Þessir streituvaldar valda streitueinkennum en þeir geta verið mjög margvíslegir og það er mjög misjafnt hvaða streituvaldar kalla fram streitueinkenni hjá einstaklingum. Við erum ólíkir einstaklingar með ólíka reynslu á bakinu og allt hefur þetta áhrif á hvernig við bregðumst við streituálagi.

Streita birtist í ýmsum myndum. Hún getur komið fram í líkamlegum einkennum, hugsun, hegðun og í tilfinningalegum viðbrögðum. Algeng streitueinkenni geta t.d  verið spennuhöfuðverkur, of hár blóðþrýstingur, þreyta/síþreyta, verkir, svefnvandamál, kvíði, þunglyndi, ofát, lystarleysi, meltingartruflanir, reiði og óhófleg áfengisneysla. Þegar streitueinkennin eru farin að hafa hamlandi áhrif á daglegt líf fólks er mikilvægt að staldra aðeins við og reyna að átta sig á því hvað það er sem er að valda einkennunum. Það er því nauðsynlegt að læra að meta sjálfan sig með tilliti til bæði streituvalda og einkenna.  Það er ekki bara nóg að meðhöndla einkennin þ.e.a.s blóðþrýstinginn, eða höfuðverkinn og láta þar við sitja.Ef orsakavaldurinn er ekki skoðaður þá munu einkennin að öllum líkindum fljótlega gera vart við sig að nýju.

Fyrsta skrefið er því að reyna að átta sig á hverjir streituvaldarnir eru og til þess að fá betri innsýn í þá sem og einkennin getur verið gagnlegt að halda dagbók í um tvær vikur þar sem streituvaldar og streitueinkenni eru skráð niður með það að markmiði að öðlast betri innsýn í eigin líðan. Með betri innsýn í eigin líðan og aðstæður erum við betur í stakk búin til að takast á við lífið og tilveruna.

Þó svo að streitan geti verið flókin og margþætt þurfa ráðin gegn streitu ekki alltaf að vera tímafrek, flókin eða kostnaðarsöm. Meira er ekki endilega betra. Með tiltölulega einföldum ráðum er hægt að vinna bug á streitu og öðlast frekara jafnvægi í daglegu lífi og starfi. Mikilvægt er þó að nálgast þetta spennandi og ósýnilega kerfi útfrá ólíkum sjónarhornum. Góður endurnærandi svefn er lykilatriði, regluleg hreyfing, hvíld og slökun, hollt og gott matarræði, jákvætt hugarfar og síðast en ekki síst þarf að hlúa að félagslegu þáttunum. Við erum félagsverur og við þurfum að leika okkur.

Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur