Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mjög miklar líkur eru á bata þegar fólk sem þjáist af þunglyndi sækir gagnreynda sálfræðilega meðferð hjá sálfræðingi.
Sálfræðingar Heilsustöðvarinnar um ofþyngd kvenna á Bylgjunni Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 0
LélegGóð 
mánudagur, 08.október 2012

"Þegar líkamsrækt er stunduð í þeim tilgangi að auka ánægju eða líkamlegt heilbrigði þá aukast líkur á meiri vellíðan og auknu sjálfstrausti. Aftur á móti, þegar líkamsrækt er stunduð með það að markmiði að grennast eða laga sig að meintum útlitskröfum, virðist fólk ekki ná að upplifa þá andlegu vellíðan sem að jafnaði er gert ráð fyrir."

Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Bylgjunnar í morgun við þær Önnu Sigurðardóttur Cand.Psych og Bryndísi Einarsdóttur sálfræðing hjá Heilsustöðinni. Þær bjóða nú konum í yfirþyngd upp á námskeiðið BETRA SJÁLFSTRAUST - Fyrir konur í yfirþyngd, þar sem markmið er að byggja upp sjálfstraust og jákvæðari sjálfsmynd sem gerir jákvæðar lífstílsbreytingar auðveldari.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA Á VIÐTALIÐ